Gestir frá SGS í heimsókn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar fundaði í gær um fyrirliggjandi mál auk þess sem formaður félagsins Aðalsteinn Á. Baldursson fór yfir starfsemi félagsins í tilefni af heimsókn gesta frá Starfsgreinasambandi Íslands. Þau Drífa Snædal og Árni Steinar Stefánsson voru gestir félagsins en þau hófu nýlega störf hjá sambandinu, Drífa sem framkvæmdastjóri og Árni Steinar sem sérfræðingur. Þau fengu í gær góða kynningu á starfsemi Framsýnar sem er í dag með öflugustu stéttarfélögum innan sambandsins. Þá tóku þau  virkan þátt í fundarstörfunum en mörg mál voru á dagskrá fundarins.

Setið á fundi í gær.

Árni Steinar, Drífa eru hér ásamt Páli Helgasyni sem er í trúnaðarmannaráði Framsýnar.

Deila á