Undirbúningur hafinn vegna sláturtíðar

Á fundi sem Framsýn átti í gær með forsvarsmönnum Fjallalambs á Kópaskeri kom fram að undirbúningur er hafinn vegna komandi sláturtíðar. Áætlað er að sláturtíðin hefjist 12. september og slátrað verði um 31 þúsund fjár. Fjallalamb fékk nýlega 12 ára starfsleyfi sem heimilar fyrirtækinu að flytja út unnar og óunnar vörur á Evrópumarkað. Starfsleyfið gildir einnig fyrir Ísland. Athyglisvert er að nú er töluvert um að verkafólk frá Spáni, Ítalíu og Portúgal sækist eftir vinnu í Fjallalambi í haust en það hefur ekki gerst áður. Mun minna er hins um það að verkafólk frá Norðurlöndunum s.s. Svíþjóð sækist eftir vinnu en þó nokkur hópur frá Skandinavíu hefur leitað eftir vinnu við slátrun í Fjallalambi á hverju ári. Skýringin á þessu er væntanlega sú að efnahagsástandið hefur farið batnaði á Norðurlöndunum meðan ástandið meðal þjóða í suður Evrópu hefur ekki verið viðunandi og þar er í dag verulegt atvinnuleysi. Því eru miklar líkur á að ný tungumál muni heyrast í slátursal Fjallalambs í haust.Töluvert er um að fólk frá Ítalíu, Spáni og Portúgal sækist eftir að komast í sauðfjárslátrun á Íslandi. Pólverjar hafa verið og verða væntalega áfram áberandi í sláturhúsum landsins í haust.

Deila á