Brjálað stuð á Húsavík um helgina

Um helgina fer fram Húsavíkurmótið í handbolta en þetta er tuttugasta mótið sem Völsungur stendur fyrir á jafnmörgum árum. Mótið er fyrir stúlkur 6.fl eldra ár sem eru fæddar árið 2000. Um 230 keppendur koma ásamt þjálfurum og fararstjórum.  Það verður því mikið um að vera í íþróttahöllinni á Húsavík þessa helgina.  Mótið hófst í gær kl. 17:00 og stendur fram á sunnudag.  Völsungur og samstarfsfyrirtæki og stofnanir bjóða gestum og þátttakendum upp á alls konar afþreyingu í tengslum við mótið. Söfnin verða opin og sundlaugin og að auki boðið upp á leiksýningu og diskótek í samstarfi við Borgarhólsskóla.  

 Það eru hressar stúlkur úr 6. flokk KR sem hafa aðstöðu í fundarsal stéttarfélaganna ásamt fararstjórum og þjálfara.  Þessar myndir voru teknar í dag af hópnum sem er í stuði og stefnir að því að vinna mótið að sjálfsögðu. Áfram KR!!!

Deila á