Verslunarmenn álykta um flug og opnun verslana

Á stjórnarfundi deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar haldinn í gær voru eftirfarandi ályktanir samþykktar eftir góðar umræður;

„Stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar  hvetur alla verslunareigendur og rekstraraðila verslana á starfssvæðinu að virða baráttudag verkamanna, 1. maí og hafa verslanir lokaðar þann dag“

„Stjórn deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar fagnar áætlunarflugi Flugfélagsins Arna til Húsavíkuri og hvetur Þingeyinga til að nýta sér þjónustu þeirra og styðja við beint flug milli Húsavíkur og Reykjavíkur.“

Deila á