Útgarður er Lyngás 8 Grímsnesi

Hægt er að nálgast upplýsingar um orlofshús og íbúðir sem verða í boði á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í sumar á heimasíðu stéttarfélaganna og í Fréttabréfi stéttarfélaganna sem nýlega kom út. Umsóknarfrestur er til 10. apríl. Rétt er að geta þess að smá misræmi er í Fréttabréfinu og meðfylgjandi umsóknareyðublaði. Talað er um Útgarð á umsóknarblaðinu en Orlofshúsið Lyngás 8 í Grímsnesi í Fréttabréfinu. Um er að ræða sama húsið.