Munið fundinn í dag um jarðvarmaklasa

Í dag kl. 17:00 verður haldinn almennur kynningarfundur á klasasamstarfi um íslenska jarðvarmann, Iceland Geothermal, í húsnæði stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík. Framsýn og ráðgjafafyrirtækið Gekon standa að fundinum. Tæplega 70 fyrirtæki og stofnanir vinna nú saman að því að bæta samkeppnishæfni Íslendinga í öllu því sem að lýtur að nýtingu á jarðvarma.  Á síðustu mánuðum hafa norðlenskir aðilar verið að koma inn í þetta samstarf í ríkum mæli, enda möguleikar Norðlendinga og þá ekki síst Þingeyinga, margvíslegir á þessu sviði. Rétt er að taka fram að allir eru velkomnir á fundinn í dag.

Deila á