Hagnýtar upplýsingar um staðgreiðslu 2012

Hér koma hagnýtar upplýsingar varðandi skatthlutfall og persónuafslátt árið 2012. 

Skatthlutfall í staðgreiðslu er:
37,34% af tekjum 0 – 230.000 kr.
40,24% af tekjum 230.001 – 704.367 kr.
46,24% af tekjum yfir 704.367 kr.

Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1997 eða síðar er 6% af tekjum umfram frítekjumark barna sem er kr. 100.745

Persónuafsláttur 2012

Persónuafsláttur er kr. 558.385 á ári, eða kr. 46.532 á mánuði. Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2012.

Einn mánuður kr. 46.532
Hálfur mánuður kr. 22.266
Fjórtán dagar kr. 21.359
Ein vika kr. 10.680

Ef launatímabil er annað en að ofan greinir skal ákvarða persónuafslátt þannig: 558.385 / 366 x dagafjöldi launatímabils. Sjá nánar á vef Ríkisskattstjóra http://rsk.is/einstakl.

Deila á