Skrifað undir samstarfssamning

Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa sammælst um að standa fyrir forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini á árunum 2012 til 2016. Íbúum á svæðinu sem verða 55 ára á því ári sem skoðunin fer fram verður boðið upp á skoðun án endurgjalds. Svo það sé hægt hefur Lionsklúbburinn fengið nokkra aðila að verkefninu. Í þeim eru aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna sem leggja verkefninu til eina milljón.

Birgir Þór Þórðarson formaður Lionsklúbbs Húsavíkur og Aðalsteinn Á. Baldursson forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna eru hér að ganga frá samningnum sem skuldbindur stéttarfélögin að setja eina milljón í þetta mikilvæga verkefni.

Deila á