Betri tímar framundan

Í samtali við heimasíðu stéttarfélaganna segir formaður Framsýnar að of margir hafi átt erfitt fyrir jólin. Það hafi því verið afar ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla hlýhug sem mörg fyrirtæki, félagssamtök og einstaklingar hafi sýnt fyrir jólin með því að leggja sitt að mörgum til að sem flestum liði sem best yfir jólahátíðina. Þessir aðilar hafi fært einstaklingum og fjölskyldum þeirra fallegar gjafir í ýmsu formi. Sem dæmi nefnir hann að fólk hafi komið við á Skrifstofu stéttarfélaganna með gjafabréf og beðið starfsmenn um að koma þeim til þeirra sem þyrftu á þeim að halda. Þetta væri dæmi um hlýhug í verki. Aðalsteinn sagðist telja að ástandið fyrir jólin hafi verið svipað milli ára hvað varðaði þörfina fyrir aðstoð.  Það jákvæða væri að ástandið virtist ekki vera að versna miðað við þann hóp sem leitaði eftir aðstoð. Vonandi færi þetta allt að koma. Í því sambandi væri jákvætt hugarfar mikilvægt.

Deila á