Vinnufundur um kjarasamninga LÍV og SA

Á dögunum sóttu Jónína og Orri Freyr vinnufund LÍV og VR um kjarasamninga LÍV/VR og SA sem voru undirritaðir í maí síðastliðnum. Vinnufundurinn var haldinn á Hallormsstað 8.-9. september.  Elías Magnússon forstöðumaður kjarasviðs VR fór yfir samningana í heild og Ólafur Darri Andrason deildastjóri hagdeildar ASÍ kafaði ofan í helstu forsendur og endurskoðunarákvæði samninganna. Þá fór Guðmundur B. Ólafsson hrl. yfir nýlega dóma í vinnurétti. Samhliða erindum mynduðust góðar og gagnlegar umræður.  Voru fundarmenn sammála um að mikilvægi þess að slíkir fundir séu haldnir reglulega til að fara yfir kjaramál og bera saman bækur um framkvæmd og þróun kjarasamninga.

Deila á