Torgaragleði frestað!

Heimasíðu stéttarfélaganna hefur borist svohljóðandi fréttatilkynning frá Átthagafélagi Torgara: Hundadagagleði Torgara sem halda átti  helgina 19. og 20.ágúst n.k hefur verið frestað um „eitt ár“  Ástæðan er sú að ekki náðist samkomulag við almættið um skaplegt veður.

Varðandi veðurhorfur fyrir hundadaga næsta árs er tóm heiðríkja og vænta Torgarar þess að þá verði haldin glæsileg hátíð. En þá eru 20 ár frá því að Torgarar söfnuðust saman í fyrsta sinn til að halda formlega hátíð í landssvæði sínu í Skrúðgarði Húsavíkurbæjar.

                                                                                                                      Átthagafélag Torgara .

Deila á