Krefjast fundar strax

Samninganefnd Framsýnar- stéttarfélags samþykkti í gærkvöldi að vísa kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara þar sem viðræður aðila hafa gengið hægt og þolinmæði verkafólks því löngu brostin. Um er að ræða almenna kjarasamninginn og kjarasamning vegna vinnu starfsfólks í veitinga – og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi. Í bréfi til Ríkissáttasemjara er þess krafist að þegar í stað verði boðað til samningafundar í deilunni. Rétt í þessu var svo að berast fundarboð frá sáttasemjara þar sem deiluaðilar eru boðaðir til fundar í karphúsinu á morgun, 19. apríl kl. 11:00. Deiluaðilar munu því setjast að samningaborðinu á morgun.

Deila á