Viðræður við Klett halda áfram

Smábátur

Nú klukkan 11 hófst samningafundur á Akureyri á milli samninganefndar Framsýnar og smábátafélagsins Kletts á Norðurlandi um kjarasamning handa smábátasjómönnum.  Viðræður hafa gengið nokkuð vel og eru að sögn fulltrúa Framsýnar í samninganefndinni á lokastigi.  Ef samningar nást verður um að ræða fyrsta heildstæða kjarasamninginn fyrir þennan hóp en hann mun þá gilda fyrir smábátasjómenn sem starfa á félagssvæði Framsýnar.  Nánar verður fjallað um fundinn á heimasíðu Framsýnar síðar í dag.

Deila á