Er þetta allt að koma?

 Þriðjudaginn 8. mars næstkomandi mun Jafnréttisstofa ásamt  KÍ, BHM, BSRB, ASÍ og Akureyrarbæ standa að fundi um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamun og verklag í framhaldinu. Þá verður að lokum fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu.

Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl. 12:00. Yfirskrift fundarins er: Er þetta allt að koma?  Frummælendur verða Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Samfélags- og mannréttindadeildar og Katrín Anna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjármálaráðuneytinu.  Fundarstjóri verður svo okkar maður, Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar- stéttarfélags. Skorað er á fólk að fjölmenna á fundinn.

Er þetta allt að koma? Launajafnrétti, aðgerðir og niðurskurður verða til umræðu á fundi um jafréttismál sem haldinn verður eftir helgina á Hótel KEA.

Sækja dagskrá fundarins á PDF sniði

Deila á