Um vefinn

Vefur Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, www.framsyn.is, opnaði formlega árið 2001, á slóðinni www.vh.is. Eftir gagngerar breytingar var nýr vefur opnaður þann 1. mars 2011.

Gerð vefsins var í höndum Arngríms Arnarsonar hjá Blokkinni sem sá alfarið um alla forritun, uppsetningu og grafíska hönnun hans. Arngrímur naut góðrar aðstoðar þeirra Aðalsteins Árna Baldurssonar og Snæbjarnar Sigurðarsonar hjá Skrifstofu Stéttarfélaganna og sáu þeir um aðra efnisöflun fyrir vefinn auk Ágústs Sigurðar Óskarssonar.

Uppfærsla á vef Stéttarfélaganna verður í höndum Aðalsteins og Orra Freys og munu þeir sjá um að bæta við fréttum og tilkynningum inn á vefinn með reglulegu millibili. Þannig mun vefur Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum verða öflugur upplýsingamiðill til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn og aðra þá sem áhuga hafa á málefnum félaganna.

Allar ábendingar og athugasemdir varðandi vefinn eru vel þegnar og skulu þær sendar til Aðalsteins á netfangið kuti@framsyn.is

Ábyrgðarmaður vefsins er Aðalsteinn Árni Baldursson.

Rétt er að geta þess að upplýsingar sem fram koma á heimasíðunni geta verið rangar og er fólk því beðið um að taka þeim með fyrirvara.

Comments are closed.