Fræðslumál

Áttin

Áttin sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði.

Fræðslumiðstöð bílgreina

Fræðslumiðstöð bílgreina hf. býður margvísleg námskeið fyrir starfsmenn og fyrirtæki í bílgreinum. Þau eru ætluð bifreiðasmiðum, bifvélavirkjum, bílamálurum, móttökumönnum, afgreiðslumönnum í varahlutaverslunum og verkstjórum. Námskeiðin eru ýmist haldin í samvinnu við fyrirtæki eða kynnt sérstaklega á haust- og vorönn.  Þau hafa farið fram þar sem næg þátttaka fæst og fullnægjandi aðstaða er fyrir hendi.

Upplýsingar um námskeiðin fást hjá Fræðslumiðstöð bílgreina í síma 586 10 50. Einnig er hægt að senda tölvupóst til asgeir@fmb.is eða snorri@fmb.is og biðja um nánari upplýsingar.

Fræðsluráð málmiðnaðarins

Fræðsluráð málmiðnaðarins er sameiginlegur vettvangur Samiðnar og Samtaka iðnaðarins varðandi menntun, fræðslu og kynningu á málmiðngreinum og veiðarfæragerð.
Þau verkefni sem FM sinnir eru:
· Fagnámskeið fyrir málmiðnaðarmenn og veiðarfærasmiði.
· Rekstrar- og stjórnunarnámskeið fyrir sömu hópa.
· Tölvunámskeið.
· Útgáfa fréttabréfs um starfsemina ásamt áætlun um námskeiðahald.
· Umsýsla sveinsprófa og námssamninga fyrir málmiðngreinar og veiðarfæragerð ásamt ýmsum fleirum.
· Námsskrárgerð.

Á heimasíðu Fræðsluráðsins, www.metal.is er hægt að nálgast allar upplýsingar um starfsemi þess ásamt fréttum af því sem er að gerast.

Menntafélag byggingariðnaðarins

Meginmarkmið MFB:

Að efla samkeppnishæfni og framleiðni fyrirtækja á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar.
· Að efla hæfni starfsmanna í byggingariðnaði og treysta stöðu þeirra á vinnumarkaði.
· Til að ná þessum markmiðum veitir MFB félagsmönnum sínum fjölþætta þjónusta á fræðslu- og upplýsingasviði.
· Stofnaðilar Menntafélag byggingariðnaðarins eru:
Samiðn – samtök starfsmanna í byggingariðnaði.
Samtök iðnaðrins – samtök atvinnurekenda í byggingariðnaði.

Námskeiðahald

Félagið býður félagsmönnum sínum upp á fagnámskeið iðngreina –

Stjórnunar- og rekstrarnámskeið og tölvunámskeið.
Það tók að sér að halda löggildinganámskeið fyrir umhverfisráðuneytið sem verktaki.

Byggiðn
Menntafélagið gefur út tvö blöð á ári í janúar og september. Í blöðunum er kynnt námskeiðahald. Blaðið er dreift ókeypis til allra félagsmanna.

Námssamningar og sveinspróf
Menntafélagið er umsýsluaðili fyrir Menntamálaráðuneytið vegna gerð námssamninga milli meista og nema í byggingariðnaði.  Það sér um námssamningagerð fyrir eftirtaldar iðngreinar: Húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, pípulagnaiðn, múraraiðn, dúk- og veggfóðraraiðn og bólstrun.  Menntafélagið hefur umsjón með sveinsprófum í áðurnefndum iðngreinum í samvinnu við sveinsprófsnefndir iðngreina.

Námskrágerð
Menntafélagið vinnur að námskrágerð fyrir grunnmenntun í byggingariðnaði fyrir menntamálaráðuneytið í samvinnu við starfsgreinaráð bygginga- og mannvirkjagreina.

Heimasíða Menntafélags byggingariðnaðarins
Á heimasíðu félagsins www.mfb.is er hægt að nálgast helstu upplýsingar um starfsemi þess ásamt fréttum og nýjum verkefnum sem félagið er að vinna hverju sinni. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 552-1040.