Orlofskostir STH

Orlofshús á Eiðum (mikið endurbætt)

Í orlofsbyggðinni Eiðum, sem er 14 km norðan við Egilsstaði, er boðið upp á 54 m2 orlofshús með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu er hjónarúm og dýna en hjónarúm og koja í hinu. Miklar endurbætur hafa verið unnar á húsinu og í nágrenni þess.  Aðgengi að húsinu hefur verið bætt verulega. Húsið stendur við Eiðavatn og fylgir því aðgangur að árabát.

.


Orlofsíbúð Starfsmannafélags Húsavíkur í  Sólheimum 23, Reykjavík

Íbúðin er leigð út af Bæjarskrifstofunni og gefa þær upplýsingar um leigu Ása Gísladóttir sími 464-6103 eða Guðfinna Baldvinsdóttir síma 464-6102. Umsjónarmaður íbúðar er Bragi Halldórsson símar 553-5083 og 899-5082.

Verð fyrir félagsmenn STH er 4.000 kr. p/sólarhring eða 20.000 kr. p/viku.
Verð fyrir utanfélagsfólk er 6.000 kr. p/sólarhring eða 30.000 kr p/viku.

Íbúðin er þriggja herbergja, þ.e. tvö svefnherbergi annað með tveimur kojum með fjórum svefnstæðum og í þeim eru góðar dýnur síðan er herbergi með hjónarúmi og fylgir í leigunni sængurföt á öll svefnstæði, í stofunni er líka tvíbreiður sófi sem einnig er hægt að sofa í. Einnig er í íbúðinni smábarna rúm (ferðarúm). Í stofunni er að sjálfsögðu sófasett og borðstofuborð og stólar.

Eldhúsið er búið öllu því nauðsynlegasta sem við á og þar er lítill borðkrókur með borði og stólum,einnig er þar góður ungbarnastóll. Snyrtingin er með baði, einnig er hengi þar þannig að hægt er að nýta baðið sem sturtu. Í forstofu er góður fataskápur og eins eru góðir skápar og skúffur í hjónaherbergi.

Bannað er að vera með gæludýr með sér í íbúðinni, einnig eru reykingar stranglega bannaðar.

WC pappír,eldhúsrúlla og hreinlætisvörur hverskonar eru fyrir hendi og ef eitthvað af því vantar þá hafið samband við umsjónarmann okkar sem býr á fyrstu hæð Sólheimum 23. Ef fólki finnst eitthvað vanta td.í leirtau eða eitthvað slíkt er það vinsamlega beðið að láta vita á Skrifstofu Stéttarfélagana eða þá að snúa sér til einhvers stjórnarmanna.

Myndir frá orlofsíbúð STH í Sólheimum 23, Reykjavík