FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Formaður kallaður fyrir Byggðaráð Norðurþings

Formaður kallaður fyrir Byggðaráð Norðurþings

Byggðaráð Norðurþings óskaði eftir fundi með formanni Framsýnar í morgun til að ræða stöðuna og framtíðina er viðkemur áætlunarflugi til Húsavíkur. Eins og fram hefur komið hefur Vegagerðin boðað að ríkistuðningi við flug til Húsavíkur verði hætt um næstu mánaðamót. Fyrir liggur að það þarf kraftaverk til að svo verði ekki. Fulltrúar Framsýnar og Norðurþings …
Bændur verðlaunaðir og ályktað um samgöngumál

Bændur verðlaunaðir og ályktað um samgöngumál

Aðalfundur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga fór fram síðasta mánudag í Félagsheimilinu Heiðarbæ. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru haldin fróðleg erindi auk þess sem bændur á félagssvæðinu voru verðlaunaðir fyrir góðan árangur í búfjárrækt. Erindi fluttu Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands sem fjallaði um starfsemi samtakanna. Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska fjallaði um tollvernd, breytingar á búvörulögum og sameiningu …
Samningur undirritaður um hvalaskoðun

Samningur undirritaður um hvalaskoðun

Í dag var undirritaður nýr samningur milli Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins um kaup og kjör starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samningurinn byggir á kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Hægt er að nálgast helstu atriði samningsins hér að neðan: SAMNINGURmilliFramsýnar, stéttarfélagsogSamtaka atvinnulífsinsum breytingar á …
Ert þú búin að panta orlofshús fyrir sumarið 2024?

Ert þú búin að panta orlofshús fyrir sumarið 2024?

Stéttarfélögin hafa opnað fyrir umsóknir um orlofshús og íbúðir sumarið 2024. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og umsóknareyðublað hér á heimasíðunni. Frestur til að sækja um orlofskosti á vegum félaganna er til 10. apríl 2024. Strax í kjölfarið verður húsunum  úthlutað til félagsmanna. Þá liggur frammi Fréttabréf á Skrifstofu stéttarfélaganna og í öllum helstu verslunum á …
Flugi hætt til Húsavíkur - Fréttatilkynning 24. mars 2024

Flugi hætt til Húsavíkur - Fréttatilkynning 24. mars 2024

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir.  Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann  1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, …
Nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og SA samþykktur

Nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og SA samþykktur

Nú rétt í þessu varð ljóst að nýr kjarasamningur Framsýnar/LÍV og Samtaka atvinnulífsins hefur verið samþykktur. Verslunar- og skrifstofufólk innan Framsýnar starfa eftir þessum samning. Óhætt er að segja að samningurinn hafi verið samþykktur með milklum yfirburðum eins og sjá má hér að ofan en tæplega 91% þeirra sem kusu samþykktu samninginn. Kjörsókn var rúmlega …

Fréttabréf Framsýnar

Deila á