Viltu gista í fallegri sveit

Félagsmönnum stéttarfélaganna býðst ódýr gisting og morgunverður á Lamb inn á Öngulsstöðum, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið í Eyjafirði.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.lambinn.is Vetrarverð 2014-15 til félagsmanna er: Lesa meira

Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á RÁÐHÚSIÐ APARTMENT HOTEL, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.radhusid.is s. 571 7201 .Vetrarverð 2014-15 til félagsmanna er: Lesa meira

Metta hundruðir daglega

Formanni Framsýnar var boðið í heimsókn í  Borgarhólsskóla í dag til að skoða mötuneyti skólans. Þar voru fjórir starfsmenn á fullu við að afgreiða 450 nemendur og starfsmenn skólans í hádeginu auk nemenda úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Lesa meira

Funduðu með ráðherra

Fulltrúar Framsýnar funduðu með Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra fyrir helgina. Tilefni fundarins var að ræða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember n.k. Lesa meira

Miklar framkvæmdir í gangi

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar gerði sér ferð upp á Þeistareyki fyrir helgina. Með í för voru einnig starfsmenn stéttarfélaganna og fulltrúar frá Þingiðn og Starfsmannafélagi Húsavíkur. Lesa meira

Fulltrúaráðsfundur AN í gangi

Nú stendur yfir á Illugastöðum fulltrúaráðsfundur á vegum Alþýðusambands Norðurlands. Rúmlega 30 fulltrúar frá stéttarfélögum á félagssvæði AN taka þátt í fundinum. Lesa meira

Þetta er ekki réttlátt!

ASÍ hefur undanfarið birt auglýsingar þar sem bent er á ýmis atriði fjárlagafrumvarpsins þar sem farið er gróflega gegn hagsmunum launafólks. Sjá frekar: Lesa meira

Menningadagar á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur verður haldinn á Raufarhöfn laugardaginn 4. október. Dagurinn er liður í menningardögum á Raufarhöfn sem standa frá 28. september til 4. október. Lesa meira

Framsýn á fjöll

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félagsins munu fara á Þeistareyki á miðvikudaginn til að kynna sér framkvæmdirnar sem þar eru í gangi og miða að því að þar rísi orkustöð fyrir væntanlega stóriðju á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson starfsmaður Landsvirkjunar mun taka á móti hópnum og fræða hann um framkvæmdirnar og stöðu mála. Lesa meira

Ráðherra boðar til fundar

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra varð við beiðni Framsýnar í dag og boðaði fulltrúa félagsins til fundar í Reykjavík næsta fimmtudag til að fara yfir ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember 2014. Lesa meira