Farið yfir nýgerða kjarasamninga

Formaður Framsýnar gerði sér ferð til starfsmanna Skógræktarinnar í Vöglum í Fnjóskadal. Tilefnið var að fara yfir nýgerðan  kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Lesa meira

Samningafundur um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar munu í fyrramálið funda með samninganefnd sveitarfélaga um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn sveitarfélaga innan félaganna. Fundurinn verður í Reykjavík.  Núverandi kjarasamningur rennur út um næstu mánaðamót. Lesa meira

Atvinnu- og kjaramál til umræðu á stjórnafundi

Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Á dagskrá fundarins eru m.a. atvinnu- og kjaramál, dagskrá aðalfundar félagsins, tillaga um breytingar á félagssvæði, hátíðarhöldin 1. maí og orlofsmál.

Uppskipun á hótelherbergjum!

Í gær var hótelherbergjaeiningum í nýtt hótel í Mývatnssveit skipað upp í Húsavíkurhöfn. Hótelið sem er í landi Arnarvatns hefur fengið nafnið Hótel Laxá og er um 3000m² bygging. Loftorka og verktakinn Reynir Ingvason, kenndur við Brekku í Aðaldal, hafa unnið að því að reisa þjónusturýmið. Herbergin 80 koma hins vegar í einingum frá Noregi og koma í tvennu lagi. Lesa meira

Heimsmálin til umræðu

Daglega koma góðir gestir í heimsókn til að ræða málin. Hér eru þeir Aðalsteinn Júlíusson lögregluþjón og Örn Arngrímsson sjómaður að fá sér kaffi í góðu yfirlæti á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Lesa meira

Velkomin á kynningarfund NF

Rétt er að vekja athygli fólks á kynningarfundi sem haldinn verður á fimmtudaginn kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna um samnorrænu kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð 12-15. júní 2014. Allir velkomnir. Lesa meira

Atvinnurekendur-fræðslusjóðsgjald

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að skv. nýgerðum kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að hækkaði iðgjald í fræðslusjóðinn Landsmennt um 0,10% frá og með 1. janúar 2014.  Vegna þessa verður iðgjaldið til Landsmenntar 0,30% frá þeim tíma sem skila ber til viðkomandi stéttarfélags. Atvinnurekendur eru beðnir um að hafa þetta í huga við útreikning launa.

Framsýn

Sala á miðum í Hvalfjarðargöngin

Miðar í hvalfjarðargöngin eru seldir á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá eftirtöldum aðilum á félagssvæði stéttarfélaganna.  Í Mývatnssveit er Agnes Einarsdóttir með miðana til sölu, á Raufarhöfn  Svava  Árnadóttir og í Þingeyjarsveit Ósk Helgadóttir. Þá er Verkalýðsfélag Þórshafnar einnig með miðana til sölu á Þórshöfn. Miðarnir eru bara til sölu fyrir félagsmenn.

Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið

Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríkinu fá kynningarefni og kjörgögn vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem var undirritaður 1. apríl sl. Í kynningarefninu má finna m.a. upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Lesa meira

Ánægjuleg stund í Reykjadalnum

Þingiðn stóð fyrir skemmtilegu kvöldi á föstudaginn, en þá var félagsmönnum og mökum þeirra boðið í kvöldverð á Gamla-bauk og í leikhúsferð í Breiðumýri. Um 60 manns þáðu boðið sem fór afar vel fram. Lesa meira