Stéttarfélögin fjárfesta í bifreið

Vegna aukinna umsvifa í starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum ekki síst vegna framkvæmda á Þeistareykjum og Bakka hafa félögin fjárfest í notaðri bifreið að Nissan gerð. Stéttarfélögin verða með starfsstöð á Þeistareykjum sem opnuð verður formlega síðar í þessum mánuði og verða ferðir starfsmanna stéttarfélaganna því tíðar upp á Þeistareyki. Lesa meira

Fróðlegar upplýsingar í gegnum fuglamerkingar

Fuglamerkingar hafa verið stundaðar á Íslandi síðan árið 1921. Árlega eru merktir þúsundir fugla hér á landi og er sú vinna í höndum fuglaáhugamanna og fuglafræðinga sem fengið hafa tilskilið merkingaleyfi. Stýrihópur á vegum Náttúrufræðistofnunar sér um skipulagningu og allt utanumhald merkinganna. Lesa meira

Iðnaðarmenn eiga rétt á fjarvistarálagi

Samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sem undirritaður var milli Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar, sambands iðnfélaga 22. júní 2015 eiga iðnaðarmenn nú rétt á fjarvistarálagi dvelji þeir fjarri ráðningarstað í meira en tvær nætur. Ný grein í kjarasamningi orðast svo og gildir frá 1. maí 2015. Lesa meira

Fræga fólkið á staðnum

Þorvaldur Davíð leikari með meiru er á Mærudögum á Húsavík ásamt öðru frægu og ófrægu fólki. Eftir hrútasýninguna í gær fékk hann sérkennslu hjá Kúta búfræðingi í hrútaþukli. Þorvaldur var nokkuð ánægur með námskeiðið eins og eftirfarandi myndir bera með sér: Lesa meira

Glæsileg hrútasýning og rúmlega það

Fjáreigendafélag Húsavíkur í samstarfi við karlakórinn Hreim, handverkshúsið Kaðlín, Norðlenska og Markaðsráð kindakjöts stóðu fyrir einstakalega skemmtilegir kvöldstund í Skansinum við Hvalasafnið í gær. Mikið fjölmenni var á staðnum og skemmtu allir sér afar vel. Hrúturinn Valur sem er í eigu frístundabóndans Friðriks Jónassonar og fjölskyldu sigraði hrútakeppnina . Annar varð hrúturinn Daði sem er í eigu Grobbholtsbænda. Yfirdómari var Gunna Dís bæjarstjórafrú. Sjá myndir: Lesa meira

Allt á fullu á Húsavík

Það er ótrúlega gott veður á Húsavík í dag miðað við það sem veðurfræðingarnir spáðu . Rétt í þessu var að ljúka langhlaupi fyrir þá allhörðustu.  Sjá myndir: Lesa meira

Unnið að vegagerð

Á næstu dögum verður hægt að keyra frá Húsavík upp á Þeistareyki á góðum vegi. Undanfarið hefur verið unnið að því að ganga frá veginum sem verður þvílík samgöngubót fyrir þá sem þurfa að leggja leið sína um Reykjaheiðina. Hér má smá mynd sem tekin var í dag þegar undirbúningur var á fullu fyrir endanlegan frágang á veginum.   Lesa meira

Framkvæmir ganga vel

Fulltrúar Framsýnar voru á Þeistareykjum fyrir helgina vegna fundar um öryggismál á svæðinu. Mikið er lagt upp úr því að hafa allt í besta lagi og markmið Framsýnar er að svo verði á uppbyggingartímabilinu. Nefnd á vegum verktakans LNS Saga fundar reglulega með nokkrum hagsmunaðilum þar sem farið er yfir þróun mála. Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrir helgina í kuldanum á Þeistareykum þar sem hlutirnir eru að gerast. Lesa meira

Húsavík í dag

Eins og alþjóð veit er Húsavík nafli alheimsins. Hér má smá myndir sem teknar voru í dag við Húsavíkurhöfn þar sem fullhlaðnir bátar fóru með fólk í hvalaskoðun frá flottustu  hvalaskoðunarborg Evrópu,  Húsavík.
Lesa meira

Algengt að ráðningarsamning vanti

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem ASÍ og SA létu Capacent Gallup framkvæma er 85% launafólks á Íslandi með skriflegan ráðningarsamning eða skriflega staðfesta ráðningu. Á almennum vinnumarkaði er hlutfallið þó aðeins 75% meðan það er 98% á opinberum vinnumarkaði. Lesa meira

Landsnet svarar kalli Framsýnar

Framsýn hefur borist svar við erindi félagsins um viðræður um framkvæmdir Landsnets við lagningu á háspennulínu frá Þeistareykjum til Húsavíkur með tengingu við Kröfluvirkjun. Í bréfi Landsnets til Framsýnar kemur fram að fyrirtækið muni fúslega verða við óskum félagsins og kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu sem verða á vegum fyrirtækisins. Lesa meira

Stéttarfélögin með fræðslu fyrir Vinnuskóla Norðurþings

Fyrir helgina komu hressir unglingar úr Vinnuskóla Norðurþings í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að líta við og fá fræðslu um starfsemi stéttarfélaga. Auk fræðslunnar var unglingunum boðið upp á veitingar og húfur enda nokkuð kalt í veðri þessa dagana. Sjá myndir: Lesa meira

Félagar í Þingiðn samþykktu nýgerðan kjarasamning

Búið er að telja úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að. Talið var í dag. Félagar í Þingiðn samþykktu kjarasamninginn: Já sögðu 12 eða 66.66% og Nei sögðu 5 eða 27.78%. Auður seðill 1 eða 5,56%. Lesa meira

Iðnaðarmenn fjalla um kjarasamning

Síðasta fimmtudag var haldinn félagsfundur um kjaramál á vegum Þingiðnar. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna og hófst kl. 20:00. Gestur fundarins var Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn. Lesa meira

„Lífið er gott.“

Það er komið fram í miðjan júní. Ég fylgist með kindum nágranna minna út um gluggann þar sem þær ráfa eirðarlausar fram og til baka með túngirðingunni í leit að glufu til að komast út. Teygja snoppuna út á milli möskvanna eftir gróðrinum sem vex utan girðingar. Þær þrá frelsið til fjalla og ég skil þær svo vel. Lesa meira

Starfsfólk í ferðaþjónustu ath.

Framsýn hefur prentað nýja bæklinga á ensku og íslensku er varða kjör starfsmanna í ferðaþjónustu. Um er að ræða úrdrátt úr gildandi kjarasamningi með mikilvægum atriðum. Áríðandi er að starfsmenn fylgist vel með sínum kjörum og réttindum. Félagsmenn geta nálgast bæklingana á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Gott að vera kolla á Sævarenda

Á bænum Sævarenda í Loðmundarfirði er rekið myndarbú. Þar er þó ekki hefðbundinn búskapur með kýr og kindur,heldur byggist búskapurinn á æðarfugli. Það er í mörgu að snúast þessa dagana hjá æðarbændum , en á Sævarenda búa hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir. Lesa meira

Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var á Þeistareykjum í dag en hann gegnir jafnframt hlutverki sem yfirtrúnaðarmaður á staðnum meðan ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starfið. Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn, hafa ákveðið að halda úti öflugri þjónustu á svæðinu í fullu samráði við hlutaðeigandi aðila á svæðinu s.s. Landsvirkjun og LNS Saga. Lesa meira

Stéttarfélögin óska eftir fundi með Landsneti

Framsýn og Þingiðn hafa óskað eftir formlegum fundi með fulltrúum Landsnets vegna framkvæmda fyrirtækisins við lagningu háspennulínu frá Þeistareykjum til Húsavíkur með tengingu við Kröflu. Fundartími verði í ágúst, það er eftir sumarfrí. Lesa meira

Veröld sem var … og er

Víkur og Loðmundarfjörður er samheiti yfir það svæði sem liggur á milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar. Þar var í eina tíð blómleg byggð þar sem íbúar, líkt og flestir aðrir landsmenn á þeim tíma byggðu afkomu sína á landbúnaði og sjósókn. Lommfirðingar urðu rúmlega 140 þegar flest var og mannfjöldi fór í annað eins um tíma í Víkum. Lesa meira