Útboð á Þeistareykjavirkjun

Í Morgunblaðinu um helgina er auglýsing frá Landsvirkjun þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar. Verkið fellst í byggingu stöðvarhúss og þróa undir kæliturna. Stöðvarhúsið er um 127×43 metrar að grunnfleti, en húsið skiptist í vélaasali, tengibyggingu og þjónustukjarna auk grófvinnuverkstæðis. Lesa meira

Funduðu í kvöld með starfsmönnum Vaðlaheiðagangna

Formaður og varaformaður Framsýnar heimsóttu í kvöld starfsmenn Vaðlaheiðagangna sem jafnframt eru félagsmenn í Framsýn. Farið var lauslega yfir þeirra réttindi og skyldur og hlutverk stéttarfélaga á Íslandi en starfsmennirnir eru allir erlendir. Lesa meira

Hagsmunaaðilar komu saman

Norðurþing stóð í dag fyrir fundi með hagsmunaaðilum sem tengjast væntanlegum stór framkvæmdum á Bakka, það er heimamönnum. Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum voru fulltrúar frá Framsýn, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Rauða krossinum, lögreglunni og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Lesa meira

Jólakaffið góða

Hið árlega og vinsæla jólakaffi stéttarfélaganna verður í fundarsal félaganna laugardaginn 13. desember. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Boðið verður upp á kaffi og heimsins bestu tertu frá Heimabakaríi. Lesa meira

Kobbi á leið á þing

Þing Sjómannasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 4. og 5. desember.  Framsýn á rétt á einum fulltrúa af 51 þingfulltrúa á vegum aðildarfélaga Sjómannasambandsins. Lesa meira

Fundað um sérmál Starfsgreinasambandsins í dag

Fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins munu funda í dag um sérmál hópa innan sambandsins. Formaður Framsýnar tekur þátt í þessari vinnu en hann fer fyrir hópi sem ber ábyrgð á veitinga- og gistihúsasamningnum og hefst fundurinn kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara en hann fór suður í gærkvöldi. Lesa meira

Þarft þú að senda frakt?

Framsýn hefur gengið frá samningi við Flugfélagið Erni um 30% afslátt af frakt sem félagsmenn senda með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir jafnframt fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar. Lesa meira

Kominn tími á ákvörðunartöku

Síðasta laugardag stóð Framsýn fyrir opnum félagsfundi um fyrirhugaðar framkvæmdir á Bakka við Húsavík. Áhugi er fyrir því innan félagsins að halda opna félagsfundi í hverjum mánuði í vetur. Miðað við viðbrögðin á laugardaginn er full þörf á slíkum fundum þar sem tæplega 70 manns mætu á fundinn sem fór vel fram og var mjög upplýsandi. Lesa meira

Flugfargjöld lækka- gleðifrétt

Framsýn hefur náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um að lækka verð á flugmiðum á flugleiðinni Reykjavík-Húsavík-Reykjavík frá deginum í dag. Lesa meira

Fullt hús á opnum félagsfundi um atvinnumál

Framsýn hefur ákveðið að standa fyrir opnum félagsfundum í vetur um málefni er snerta samfélagið í Þingeyjarsýslum.  Reiknað er með að halda einn fund í mánuði, það er fyrsta laugardag í mánuði kl. 11:00 á laugardögum. Fundaröðinni var startað í morgun með fundi um orkufrekan iðnað á Bakka. Lesa meira