Gleði og hamingja

Á laugardaginn buðu stéttarfélögin Þingeyingum og gestum þeirra upp á kaffi, tertur og ljúfa tónlist frá Tónlistarskóla Húsavíkur. Um þrjúhundruð gestir komu í heimsókn og nutu veitinga og þess sem var í boði. Lesa meira

Aðalfundur STH fór vel fram

Þrjátíu félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur mættu og áttu góðan aðalfund undir stjórn Stefáns Stefánssonar formanns. Í skýrslu stjórnar kom fram að auk 11 funda á vegum félagsins var boðið upp á tvær Spánarferðir fyrir félagsmenn á árinu 2013 sem mæltust mjög vel fyrir. Lesa meira

Jólakaffi á morgun, laugardag. Allir velkomnir.

Hið árlega og vinsæla jólakaffi stéttarfélaganna verður í fundarsal stéttarfélaganna laugardaginn 13. desember. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Boðið verður upp á kaffi og heimsins bestu tertu frá Heimabakaríi. Lesa meira

Ályktun um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar hefur ákveðið að senda frá sér ályktun um mikilvægi Húsavíkurflugvallar en verulega hefur skort á að flugmálayfirvöld setji nægjanlegt fjármagn í viðhald og rekstur flugvallarins. Framsýn hefur áhyggjur af því enda flugvöllurinn mikilvægur öllum þeim sem leið eiga um völlinn og ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Sjá ályktun: Lesa meira

Framsýn ályktar um Vinnumálastofnun

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Mörg mál voru á dagskrá fundarins s.s. kjara og atvinnumál. Þá var ályktað um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík, kjaramál og málefni Húsavíkurflugvallar. Ályktanirnar munu birtast á heimasíðunni í dag og á morgun. Lesa meira

Bæjarráð hafnar beiðni Vinnumálastofnunar

Eins og fram hefur komið er megn óánægja í samfélaginu hér norðan heiða með ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka starfsstöð stofnunarinnar á Húsavík. Framsýn hefur m.a. ályktað um málið og mun væntanlega gera það aftur í kvöld á stjórnarfundi, nú þegar fyrir liggur að þjónustan á Húsavík hefur verið lögð niður. Lesa meira

Að loknu Þingi Sjómannasambands Íslands.

29. þingi Sjómannasambands Íslands lauk þann 5. desember síðastliðinn með afgreiðslu ályktana frá þinginu og stjórnarkjöri. Sævar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa og í hans stað var Valmundur Valmundsson frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum kosinn formaður sambandsins næstu tvö árin. Lesa meira

Sorpmál, ný tilhögun sumarið 2015.

Framsýn – stéttarfélag hélt áfram fundarröð sinni um samfélagsmál, með opnum fundi um málefni og framtíð sorpmála í Norðurþingi. Fundurinn var haldinn laugardaginn 6. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Aðalgestur fundarins var Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Lesa meira

Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt

Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Lesa meira

Opinn fundur um sorpmál kl. 10:30

Framsýn boðar til fundar um sorpmál og framtíð Sorpsamlags Þingeyinga laugardaginn 6. desember kl. 10:30 í fundarsal stéttarfélaganna. Um er að ræða klukkutíma fund. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Fundurinn er öllum opinn. Lesa meira