Samiðn boðar til formannafundar um kjaramál

Samiðn hefur boðað til formannafundar aðildarfélaga ásamt samninganefnd sambandsins til að ræða vinnulag og áherslur í komandi kjarasamningsgerð. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík næsta föstudag. Lesa meira

Miklar hækkanir á gjaldskrám leikskóla

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskrána, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað. Lesa meira

Samstarf skilar árangri

Framsýn í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og Rauða krossinn hafa staðið fyrir skyndihjálparnámskeiðum fyrir félagsmenn og reyndar aðra áhugasama á svæðinu. Framsýn hefur niðurgreitt námskeiðin fyrir sína félagsmenn í gegnum þá fræðslusjóði sem félagið á aðild að. Lesa meira

Samninganefnd Framsýnar kölluð saman til fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er aðalsamninganefnd félagsins hefur verið kölluð saman til fundar miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17:00. Fundurinn verður í fundarsal félagsins. Sjá dagsrká fundarins: Lesa meira

Hvar eru þingmennirnir?

Nokkrir atvinnurekendur og forsvarsmenn stéttar- og félagasamtaka tóku tal saman á götuhorni á Húsavík. Að sjálfsögðu voru mörg hagsmuna- og framfaramál á svæðinu tekin til umræðu s.s. atvinnuástandið, uppbyggingin á Bakka, sjávarútvegsmál, flutningur á kvóta úr bænum og þróunin sem orðið hefur í ferðaþjónustu á svæðinu sem er sífellt að eflast. Lesa meira

Af hverju samningur til eins árs?

Fram eru komnar kröfur þeirra aðildarfélaga og sambanda innan Alþýðusambands Íslands sem hafa innanborðs tekjulægstu hópana í þjóðfélaginu vegna yfirstandandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningar þessara hópa eru lausir eftir viku. Lesa meira

Framkvæmdir stopp

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að breyta iðnaðarhúsnæði við Langanesveg á Þórshöfn í íbúðir. Því miður hafa framkvæmdir stöðvast þar sem eigendur húsnæðisins hafa ekki gert upp við verktakana sem komið hafa að framkvæmdunum. Lesa meira

Fleiri myndir, takk fyrir!

Í tilefni af því að fjölmargir hafa farið inn á heimasíðu stéttarfélaganna til að skoða skemmtilegar myndir sem starfsmenn tóku í gær á Öskudaginn koma hér nokkrar myndir í viðbót. Smá mont, þá þykkja myndirnar líka nokkuð góðar að mati lesenda síðunnar, gaman af því. Sjá myndir: Lesa meira

Vilja nýjan leikskóla

Á síðustu árum hefur töluverð uppbygging verið á Þórshöfn enda öflugt atvinnulíf á staðnum sem tengist ekki síst starfsemi Ísfélags Vestmannaeyja. Uppbyggingin kallar ekki síst á nýjan leikskóla enda núverandi leikskóli kominn til ára sinna. Lesa meira

Sungið og sungið og sungið

Börn á öllum aldri litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og sungu eins og enginn væri morgundagurinn.  Starfsfólk stéttarfélaganna þakkar öllum fyrir komuna.  Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag, það er á Öskudaginn. Lesa meira