Kallaður til fundar

Bæjarráð Norðurþings boðaði formann Framsýnar til fundar fyrir helgina til að ræða áhyggjur félagsins varðandi erlenda verktaka á svæðinu sem sumir hverjir greiða ekki skatta eða aðrar skyldur til samfélagsins. Sjá frétt á heimasíðunni „Óheillaþróun – sveitarfélög verða af útsvarstekjum“. Lesa meira

Félagar í STH – fundur í kvöld

Almennur félagsfundur vegna ríkisstarfsmanna innan Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn í sal stéttarfélagana að Garðarsbraut 26, í dag,  17. nóvember og hefst fundurinn kl.20:00. Sjá dagskrá: Lesa meira

Ánægja með verkefnið

Lionsklúbbur Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi í kvöld um forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini sem klúbburinn hefur staðið að síðustu fjögur ár í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Lesa meira

Eftirlitsferð um Bakka

Fulltrúi frá Framsýn fór í dag í eftirlitsferð um Bakka með fulltrúa frá PCC. Þessar vikurnar er unnið að því að gera lóðina klára undir byggingu á kísilmálmverksmiðju auk þess sem verið er að reisa þorp fyrir um 400 manns á svæðinu. Þá verður einnig komið fyrir mötuneyti og skrifstofuhúsnæði við lóðina á Bakka. Sjá myndir sem teknar voru í dag. Lesa meira

Allt á fullu og menn bjartsýnir

Formaður Framsýnar var í viðtali á N4 fyrir helgina þar sem atvinnu- og samgöngumál voru til umræðu. Sjá viðtalið: http://www.n4.is/is/thaettir/file/husvikingar-bjartsynir

Eru verðmætin í jafnréttinu falin?

Jafnréttisnefnd ASI stóð þann 12. nóvember fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og var hún haldin á Icelander Hotel Natura í Reykjavík.Yfirskrift ráðstefnunnar var Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – eru verðmætin í jafnréttinu falin? Ráðstefnan var öllum opin og þar áhugaverðir fluttir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er lúta að þeim málaflokki. Lesa meira

Lagfæringar á bústað

Unnið hefur verið að því að lagfæra bústað Framsýnar í Öxarfirði. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og fleiri lagfæringar eru til skoðunar á bústaðnum í vetur. Bústaðurinn er til leigu fyrir félagsmenn meðan veður leyfir. Staðsetning hans er í skógi og því ekki auðvelt að komast að honum í vondum veðrum. Lesa meira

Námskeið – Fjármál við starfslok

Íslandsbanki á Húsavík í samstarfi við VÍB og Framsýn efnir til opins fundar í fundarsal stéttarfélaganna fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17:00-18:30. Valdimar Pálsson, ráðgjafi hjá VÍB, fjallar um fjármál við starfslok og leitast við að svara áleitnum spurningum sem oft brenna á fólki við þessi tímamót. Boðið verður upp á kaffiveitingar og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir um þessi mál velkomnir á fundinn. Sjá auglýsingu: Lesa meira

Upplýsingar um desemberuppbótina Framsýn-STH-Þingiðn-VÞ

Hér má lesa frekar um desemberuppbótina og/eða persónuuppbótina 2015: Lesa meira

Hafragrautur eykur framleiðni

Starfsmenn hjá fiskeldisfyrirtækinu Rifós í Öxarfirði viðhalda þeim skemmtilega sið að fá sér hafragraut á morgnana í morgunkaffinu. Ekki er ólíklegt að krafturinn í grautnum gefi starfsmönnum aukinn kraft, enda afar hollur, sem skili sér í aukinni framleiðni og betri líðan starfsmanna. Lesa meira

Til starfsmanna í ferðaþjónustu

Í ferðaþjónustunni á Húsavík og Þingeyjarsýslum starfar vaxandi fjöldi starfsmenna, bæði á háannatímanum á sumrin og á veturna. Til starfsmanna í ferðaþjónustu teljast m.a. starfsmenn á hótelum og gistihúsum, veitingastöðum, hvalaskoðun, sundstöðum og annarri ferðatengdri þjónustu. Lesa meira

Opinn fundur – 100 ára kosningaréttur kvenna

Framsýn, stéttarfélag í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir opnum fundi um 100 ára kosningarétt kvenna laugardaginn 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna og stendur yfir frá kl. 11:00 til 13:00. Boðið verður upp á súpu og meðlæti í hádeginu. Sjá dagskrá: Lesa meira

ASÍ undrast fullyrðingar sviðsstjóra hjá RSK

Á síðustu vikum og mánuðum hefur Alþýðusambandinu og aðildarsamtökum þess borist upplýsingar um vaxandi fjölda erlendra fyrirtækja sem eru með tímabundna starfsemi hér á landi einkum í tengslum við mannvirkjagerð, en einnig aðra atvinnustarfsemi. Lesa meira

Staðan tekin með PCC

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum sem koma að framkvæmdunum á svæðinu vegna verksmiðjunar á Bakka leggja mikið upp úr góðu samstarfi við verktakana og alla þá sem koma að uppbyggingunni. Fyrir helgina funduðu félögin með stafsmanni PCC á Húsavík, Bergi Elíasi Ágústssyni. Lesa meira

Fundað með Leonhard Nilsen AS frá Noregi

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum átti Norska fyrirtækið Leonhard Nilsen & Sønner AS lægsta tilboðið í Bökkugarð og Bakkaveg frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka. Tilboðið hljóðaði upp á 2.841 milljón króna sem nam 101,3 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Lesa meira

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Kjör trúnaðarmanna gildir í tvö ár. Lesa meira

Allt þarf að skoða í ljósi reynslunnar

“Niðurstaða stórrar rannsóknar á viðhorfum ungmenna til búsetu í Norðurþingi og nágrenni sýnir að ungt fólk hefur ekki áhuga á að starfa í stóriðju líkt og þeirri sem fyrirhuguð er á Bakka. Í stað heimamanna eru það erlendir ríkisborgarar sem koma til með að fylla þeirra skarð.” Lesa meira

RSK tekur ekki undir með Framsýn

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag er haft eftir starfsmanni ríkisskattstjóra að ekkert bendi til þess að íslensk fyrirtæki útvisti verkefnum til erlendra fyrirtækja til að komast undan því að greiða skatta og skyldur á Íslandi eins og Framsýn haldi fram. Lesa meira

Framsýn í stað FH

Sunddeild Völsungs og Sundráð HSÞ hafa unnið saman að því undarfarin ár að skapa frábært sundfólk á öllum aldri. Í gær var komið að uppskeruhátíð sundfólks. Fjöldi fólks var saman komið í sal Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem verðlaunaafhending fór fram fyrir góðan árangur á árinu. Lesa meira

Gengið frá samkomulagi við G&M

Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn hafa gengið frá samkomulagi við pólska verktakafyrirtækið G&M Sp. Zo.o um kaup og kjör starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu á Þeistareykjum. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu vikurnar sem enduðu með undirskrift samnings milli aðila í gær. Lesa meira