Vertíðin að hefjast

Það eru mörg verkin sem þarf að vinna áður en hvalaskoðunarvertíðin hefst að fullu í sumar. Tíminn hefur meðal annars verið notaður til að mála og laga hvalaskoðunarbátana.  Hvalaskoðunarfyrirtækin eru bjartsýn á sumarið. Lesa meira

Færeyjaferð

Vegna forfalla eru örfá sæti laus í Færeyjaferð stéttarfélaganna í haust. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verðið er aðeins kr. 95.000,-.  Lesa meira

Framsýn krefst fundar með Vísi

Framsýn hefur þegar átt einn fund með forsvarsmönnum Vísis en fundurinn var haldinn af frumkvæði Vísis klukkutíma áður en starfsmönnum var tilkynnt um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí n.k. Formaður Framsýnar hefur síðustu daga verið í sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins og krafist fundar þar sem farið verði yfir stöðuna og ábyrgð fyrirtækisins gagnvart samfélaginu og starfsmönnum sem búa við mikla óvissu um þessar mundir. Lesa meira

Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn

Íbúasamtök Raufarhafnar stóðu fyrir íbúafundi á Raufarhöfn á þriðjudaginn sem tengist tilraunaverkefni sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn.  Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps.  Lesa meira

Spjallað við vegagerðarmenn

Í morgun var komið að því að heimsækja starfsmenn Vegagerðarinnar á Húsavík. Formanni Framsýnar var boðið upp á brauð af bestu gerð og ilmandi kaffi.  Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir starfsmönnum nýgerðan kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Lesa meira

Íbúafundur í kvöld á Þingeyri- reiði út í Vísi

Um 100 manns, eða um þriðjungur bæjarbúa á Þingeyri eru nú staddir á íbúafundi í félagsheimilinu þar í bæ. Þar eru rædd viðbrögð við áformum Vísis hf. um að loka fiskvinnslunni í bænum og flytja hana til Grindavíkur, rétt eins og vinnslustöðvar sínar á Djúpavogi og Húsavík. Lesa meira

Farið yfir nýgerða kjarasamninga

Formaður Framsýnar gerði sér ferð til starfsmanna Skógræktarinnar í Vöglum í Fnjóskadal. Tilefnið var að fara yfir nýgerðan  kjarasamning ríkisins og Starfsgreinasambands Íslands sem Framsýn á aðild að. Lesa meira

Samningafundur um kjarasamning starfsmanna sveitarfélaga

Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar munu í fyrramálið funda með samninganefnd sveitarfélaga um nýjan kjarasamning fyrir starfsmenn sveitarfélaga innan félaganna. Fundurinn verður í Reykjavík.  Núverandi kjarasamningur rennur út um næstu mánaðamót. Lesa meira

Atvinnu- og kjaramál til umræðu á stjórnafundi

Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Á dagskrá fundarins eru m.a. atvinnu- og kjaramál, dagskrá aðalfundar félagsins, tillaga um breytingar á félagssvæði, hátíðarhöldin 1. maí og orlofsmál.

Uppskipun á hótelherbergjum!

Í gær var hótelherbergjaeiningum í nýtt hótel í Mývatnssveit skipað upp í Húsavíkurhöfn. Hótelið sem er í landi Arnarvatns hefur fengið nafnið Hótel Laxá og er um 3000m² bygging. Loftorka og verktakinn Reynir Ingvason, kenndur við Brekku í Aðaldal, hafa unnið að því að reisa þjónusturýmið. Herbergin 80 koma hins vegar í einingum frá Noregi og koma í tvennu lagi. Lesa meira