Viðræður við Keahótel

Stéttarfélögin eiga í viðræðum við Keahótel um endurnýjun á samningi félaganna og hótelkeðjunar um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem gista á hótelum á þeirra vegum á Akureyri og í Reykjavík. Reiknað er með að samningar takist, jafnvel, síðar í dag. Frekari fréttir koma um leið og samningar hafa tekist.

Myndbrot um mannlífið á Húsavík

Hér má sjá myndbrot frá göngum og réttum sem fram fóru um helgina er frístundabændur og búalið á Húsavík gengu á fjöll og smöluðu fé úr afrétti Húsvíkinga. Þeir bræður Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir vinna nú að gerð heimildarmyndar um samfélagið á Húsavík þar sem komið verður inn á atvinnumál, menningu, íþróttir og mannlíf á svæðinu.  Þeir gengu á fjöll um helgina og mynduðu frístundabændur á Húsavík við sín störf sem fylgja haustinu, það er göngur og réttir. Um er að ræða dýrmæta heimild sem á eftir að lifa lengi.

Formannafundi SGS lokið

Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál  og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Lesa meira

Beðið eftir fundi með ráðherra

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hefur ekki svarað bréfi Framsýnar um ósk um fund vegna lokunar Vinnumálastofnunnar á Húsavík þann 1. desember nk. Félagið ítrekaði beiðni félagsins í dag auk þess sem formlega var óskað eftir fundi með forstjóra Vinnumálastofnunnar um málið.

Frábær ferð til Færeyja

Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem fóru í haustferð félaganna til Færeyja eru  himinlifandi yfir ferðinni og móttökunum í Færeyjum. Fararstjórar voru Sveinn Sigurhjartarson og Aðalsteinn Á. Baldursson. Lesa meira

Vísindamenn heilsuðu upp á formann Framsýnar

Tveir vísindamenn, sjávarvistfræðingur og mannfræðingur, frá háskólanum í A Coruna í Galísíu á Norður-Spáni komu til Húsavíkur í gær til að hitta formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson. Með þeim í för var Níels Einarsson forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Lesa meira

Stjórn og trúnaðarmannaráð fundar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar fimmtudaginn 18. september kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Gestur fundarins verður Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Lesa meira

Göngur og réttir um helgina

Bændur,  frístundabændur og búalið á Húsavík og í nærliggjandi sveitum munu á næstu dögum ganga á fjöll og smala fé úr afrétti. Réttað verður í Tungugerðisrétt, Húsavíkurrétt, Skógarétt og Hraunsrétt um helgina.  Húsavíkurrétt og Skógarétt verða á laugardaginn og Hraunsrétt og Tungugerðisrétt á sunnudaginn. Lesa meira

Formannafundur að hefjast á Ísafirði

Í dag hefst á Ísafirði tveggja daga formannafundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands. Mörg mál eru á dagskrá fundarins s.s. kjara- og atvinnumál. Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar tekur þátt í fundinum fh. Framsýnar. Lesa meira

Gengið frá stofnanasamningi

Framsýn hefur endurnýjað stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Samningurinn byggir á framlagi sem fylgdi síðustu kjarasamningum sem undirritaðir voru síðasta vetur. Samningurinn tryggir sumum starfsmönnum allt að tveimur launaflokkum sem koma inn vegna starfsaldurs. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Skrifstofu stéttarfélaganna. Lesa meira