Hörkufundur á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir félagsfundi á Raufarhöfn í gær. Góð mæting var á fundinn og grenilegt er að fólk er tilbúið í átök til að berjast fyrir betri kjörum. Ekki síst í ljósi þess að verkafólk var skilið eftir í síðustu kjarasamningum með um 2,8% launahækkun. Lesa meira

Umferðin um Víkurskarð jókst um 8,6 prósent í fyrra

Umferðin um Víkurskarð austan Akureyrar jókst um 8,6 prósent í fyrra miðað við árið 2013. Að meðaltali fóru 1.230 bílar á dag um skarðið en yfir sumartímann fóru 2.155 bílar á hverjum degi, og munar þar mikið um þann mikla vöxt sem verið hefur í ferðaþjónustunni. Lesa meira

“Hingað og ekki lengra” – myndband

Formaður Framsýnar var tekinn í viðtal eftir fjölsóttann félagsfund um kjaramál sem félagið stóð fyrir.  Hér má sjá viðtalið sem margmiðlunarfyrirtækið TimeRules tók.

Hugur í fundarmönnum – myndband

Framsýn stóð fyrir félagsfundi um kjaramál fyrir helgina. Hér má sjá nokkur viðtöl sem tekin voru við fundarmenn og aðra sem áttu leið á skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Það var margmiðlunarfyrirtækið TimeRules sem tók upp viðtölin.

Reiknar með átökum á vinnumarkaði

Skarpur kom út í gær. Í blaðinu er viðtal sem Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður tók við Aðalstein Árna Baldursson í vikunni um stöðuna í kjaramálum. Hér má lesa viðtalið: Lesa meira

„Þess á milli skríður seðlabankastjóri í híði sitt“

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar-stéttarfélags fer hörðum orðum um afstöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til kjaramála almenns launafólks í viðtali við héraðsfréttablaðið Skarp á Húsavík, sem kom út í gær. Lesa meira

Sjá fyrir sér 311 þúsund króna laun

Eins og fram hefur komið stóð Framsýn fyrir félagsfundi um kjaramál í gær. Í upphafi fundar voru fundarmenn beðnir um að taka þátt í leynilegri launakönnun. Sé tekið meðaltal svarenda kemur í ljós að menn telja að grunnlaun þurfi að vera kr. 311.244,- á mánuði og að samið verði til allt að þriggja ára. Lesa meira

Fjölmennur félagsfundur – Um hvað sömdu flugmenn?

Vel var mætt á félagsfund Framsýnar um kjaramál í gær. Setið var í flestum stólum. Í upphafi fundar fór formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, yfir síðustu kjarasamninga og viðræður Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins um sérmál sem verið hafa til umæðu milli aðila á samningafundum í vetur. Lesa meira

Áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu vegna uppbyggingar Þeistareykjarvirkjunar

Ferðamálasamtök Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofa, Mývatnsstofa og Landvirkjun stóðu í gær fyrir samráðsfundi vegna uppbyggingar Þeistareykjavirkjunar. Lesa meira

Félagar, munið fundinn í dag

Framsýn stendur fyrir félagsfundi í dag um kjaramál. Áríðandi er að félagsmenn komi á fundinn og komi sínum áherslum á framfæri við forsvarsmenn félagsins. Sjáumst kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna.