Dásamlegt sumar

Það verður ekki annað sagt en að sumarið hafi leikið við okkur Norðlendinga, ekki síst Þingeyinga þar sem veðrið hefur verið jafna best í Þingeyjarsýslum. Veðrið er búið að vera frábært dag eftir dag og mánuð eftir mánuð og vonandi verður svo áfram. Hér koma nokkrar myndir sem fanga góða veðrið. Sjá myndir: Lesa meira

Tökum þátt í Skógahlaupinu

Stéttarfélögin hvetja heimamenn og landsmenn alla til að taka þátt í Fjögurra Skógahlaupinu í Fnjóskárdal. Um er að ræða einstakar hlaupaleiðir við allra hæfi í sólkistu norðlenskra dala. Skráningu lýkur 25. júlí, nánari upplýsingar: hlaup.is, sími 8626073. Lesa meira

Stjórn Framsýnar kölluð úr sumarfríi

Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar næsta þriðjudag 22. júlí  kl. 17:00. Fyrir fundinum liggja nokkur mál sem þarf að afgreiða og geta því ekki beðið fram í ágúst. Til stóð að stjórn félagsins yrði í sumarfríi í júlí. Sjá dagskrá: Lesa meira

Óskuðu eftir fræðslu

Sumarstarfsmenn Norðurþings á Raufarhöfn voru á Húsavík í dag. Þeir komu meðal annars við á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fá fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og kjaramál. Lesa meira

Vinsælt að gista á tjaldsvæði

Hlíð ferðaþjónusta rekur myndarlegt tjaldsvæði í Mývatnssveit og hefur gert það frá árinu 1995. Auk þess að reka tjaldsvæði er gestum jafnframt boðið að kaupa gistingu í sumarhúsum  og kytrum. Lesa meira

Atvinna í boði

Skrifstofa stéttarfélaganna auglýsir eftir starfsmanni í ræstingar og þrif. Um er að ræða 32,5% starf. Laun miðast við kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins.  Aðalsteinn Árni Baldursson veitir frekari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur um starfið er til 29. júlí.

Vinalegt umhverfi í Vogafjósi

Það er alltaf vinalegt að koma í Vogafjós og upplifa stemninguna, það er að njóta góðra veitinga á veitingastað sem er hluti af fjósi í fullum rekstri svo ekki sé talað um útsýnið. Lesa meira

Kjarasamningur samþykktur

Kjörstjórn Verkalýðsfélags Þórshafnar hefur talið atkvæði úr kosningu um kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem var undirritaður 8. júlí með gildistíma frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Lesa meira

Stækkun fyrirhuguð í vetur

Í heimsókn Framsýnar til starfsmanna á Sel-Hótel Mývatn kom fram að fyrirhugað er að hefja framkvæmdir við stækkun á hótelinu í haust með það að markmiði að taka nýja hlutann í notkun næsta vor. Lesa meira

Handverk vinsælt

Karl Pálsson og Elín Sigurbjörnsdóttir hjá Handverksmarkaðinum á Fosshóli voru ánægði með lífið og tilveruna á föstudaginn þegar forsvarsmenn Framsýnar litu við hjá þeim. Lesa meira