118 án atvinnu í Þingeyjarsýslum

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í febrúar 2015 var 3,6%. Að meðaltali voru 5.842 atvinnulausir í febrúar og fjölgaði atvinnulausum um 115 að meðaltali frá janúar. Atvinnuleysið á Norðurlandi eystra er aðeins fyrir ofan landsmeðtaltalið eða 3,7%. Lesa meira

Greiða atkvæði með rafrænum hætti

Félagsmönnum Framsýnar gefst nú tækifæri til þess í fyrsta skiptið að greiða atkvæði með rafrænum hætti í atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Það er von stjórnar Framsýnar að félagsmenn komi til með að fagna þessari einföldu leið til að greiða atkvæði, ekki síst í ljósi þess að félagssvæði Framsýnar er mjög stórt eða um 17% af landinu. Lesa meira

Sameiginleg atkvæðagreiðsla

Alls standa 16 stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands að sameiginlegri atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls eftir páska þar sem ekki hefur tekist að ná samningum við Samtök atvinnulífsins. Það þýðir að félagsmenn þessara félaga greiða saman atkvæði um boðun verkfalls en ekki sitt í hvoru lagi. Lesa meira

Eru fræðslunni ríkari

Fulltrúar frá Framsýn voru með fræðslu um kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga í Stórutjarnaskóla í dag. Að sjálfsögðu gekk kynningin vel enda vandaðir og góðir nemendur í skólanum sem voru tilbúnir að hlýða á boðskapinn. Lesa meira

Mikil samstaða á fundi Framsýnar í kvöld

Samninganefnd Framsýnar sem skipuð er stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins kom saman til fundar í kvöld. Mikill og góður baráttuhugur var á fundinum og ljóst að félagsmenn eru tilbúnir í átök til að fylgja eftir sanngjörnum kröfum sem Samtök atvinnulífsins hafa þegar hafnað. Fundurinn samþykkti að senda frá sér svohljóðandi ályktun: Lesa meira

Formaður Framsýnar á vaktinni

Starfsfólk á vinnustöðum sem hefur áhuga á að fá formann Framsýnar í heimsókn til að skýra stöðuna í kjaradeilu stéttarfélaganna við Samtök atvinnulífsins og hugsanleg verkfallsátök er beðið um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Lesa meira

VÞ skipar aðgerðarhóp

Verkalýðsfélag Þórshafnar hefur skipað aðgerðarhóp komi til verkfalla í apríl. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls fer fram eftir viku. Verði samþykkt að hefja verkfallsaðgerðir munu þær hefjast að fullum krafti eftir páska. Lesa meira

Við viljum lifa

Varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, skrifar grein í Fréttabréf stéttarfélaganna sem kemur út á morgun. Hér má lesa greinina sem fjallar um kjaramál og hugsanlega átök á vinnumarkaðinum. Lesa meira

Fundað um stöðuna í kjaramálum

Stjórn- og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar fimmtudaginn 19. mars kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Lesa meira

Félögin undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

„ Kröfur Starfsgreinasambandsins falla í góðan jarðveg meðal félagsmanna, ég skynja ekki annað. Við teljum krónutöluhækkanir sjálfsagðar og að miðað verði við að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára. Lesa meira

LNS Saga boðar til fundar með heimamönnum

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðir á Þeistareykjum á næstu árum. LNS Saga sem er verktaki við byggingu Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun hefur áhuga á að komast í kynni við ýmsa þjónustuaðila á Norðausturlandi með hugsanlegt samstarf í huga. Lesa meira

Hverjir greiða atkvæði um boðun verkfalls?

Félagsmenn Framsýnar hafa síðustu daga haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og spurt hverjir hafi rétt til að greiða atkvæði um boðun verkfalls sem koma á til framkvæmda í apríl verði samþykkt meðal félagsmanna að fara í verkfall. Lesa meira

Misskiptingin í verki

Vetur konungur hefur sannarlega minnt okkur Íslendinga á tilvist sína undanfarnar vikur og mánuði. Samgöngur hafa raskast bæði á lofti og láði og virðist sem lítið lát sé þar á. Lesa meira

Viðræðum slitið- aðgerðir undirbúnar

Þann 10. mars lýsti Samninganefnd Starfsgreinasambandsins yfir árangurslausum viðræðum við Samtök atvinnulífsins en reynt hefur verið að ná endurnýjun kjarasamninga í nokkra mánuði án árangurs. Kröfur SGS eru skýrar: Lesa meira

Áhrif skattbreytinga – vörukarfan hækkaði meira en tilefni er til hjá 7 verslunum af 13

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá 11 verslunum frá því í desember 2014 (viku 48) þar til í lok febrúar (vika 9). Mesta hækkunin á þessu tímabili er hjá Víði, Kaupfélagi Skagfirðinga og 10/11. Lesa meira

Milljarða fjárfestingar á Þeistareykjum

Landsvirkjun undirritaði nýlega samning við erlendan aðila um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkun. Kaupverðið er 5,6 milljarðar íslenskra króna. Lesa meira

Framsýn skipar aðgerðarhóp

Framsýn hefur skipað þriggja manna aðgerðarhóp. Hópnum er ætlað að undirbúa aðgerðir vegna hugsanlegra verkfalla komi til þess að samþykkt verði að hefja verkfallsaðgerðir á félagssvæði Framsýnar. Eins og kunnugt er voru kjarasamningar lausir um síðustu mánaðamót. Lesa meira

Framsýn styrkir Völsung

Framsýn og Íþróttafélagið Völsungur hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára er varðar stuðning félagsins við knattspyrnudeild Völsungs. Samningurinn var undirritaður í morgun. Lesa meira

Verðbólgan 0,8% – lækkun á sykurskatti skilar sér ekki

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67% í febrúar og er ársverðbólga óbreytt frá fyrra mánuði 0,8% að því er fram kemur í nýjum tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Húsnæðisverð er enn leiðandi í hækkun verðlags en vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,9% undanfarið ár sé húsnæðisliðurinn undanskilinn. Lesa meira

SGS ályktar um vaxta- og kjaramál

Formannafundur á vegum Starfsgreinasambands Íslands fór fram í gær. Framsýn og Verklaýðsfélag Þórshafnar eiga aðild að sambandinu. Á fundinum var ályktað um vaxta- og kjaramál. Sjá ályktun: Lesa meira