Orlofsíbúðir

Þorrasalir 1-3

Kópavogi

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Stéttarfélögin bjóða félagsmönnum sínum upp á gistingu í fimm orlofsíbúðum við Þorrasali 1-3 í Kópavogi. Íbúðirnar eru í næsta nágrenni við íþróttamannvirki og útivistarsvæði auk þess sem stutt er í verslanir og verslanakjarna. Hver íbúð inniheldur tvö svefnherbergi, hjónaherbergi (með skiptanlegu rúmi) og annað herbergi með tveimur einstaklingsrúmum og tveimur aukadýnum. Þá eru ferðabarnarúm í hverri íbúð. Á 1. hæð er íbúð nr. 102 (80 m2). Á 2. hæð er íbúð nr. 202 (80 m2) auk þess sem þar er einnig íbúð nr. 201 (100 m2) sem er eins og hinar íbúðirnar nema örlítið rýmri. Á 3. hæð er svo íbúð 302..

Asparfell 8

Reykjavík

Í Breiðholtinu er boðið upp á íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Í íbúðinni er 1 svefnherbergi með hjónarúmi, tvíbreiður svefnsófi er í stofu og tvær aukadýnur. Í Asparfellinu eru stutt í þjónustu, t.d. er fjöldi verslana rétt við íbúðina.

Sólheimar 23

Reykjavík

Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum auk svefnsófa í stófu (svefnstæði fyrir 7 til 8 manns auk smábarnaferðarúms) og þess utan búin öllu því nauðsynlegasta. Bannað er að vera með gæludýr með sér í íbúðinni, einnig eru reykingar stranglega bannaðar.