Hótelgisting á Fosshótelum

Félagsmönnum stéttarfélaganna býðst gisting á Fosshótelum sem staðsett eru víða um land, meðal annars á:

  • Fosshótel Lind, Rauðarárstígur 18, 101 Reykjavík
  • Fosshótel Baron, Barónstígur 2, 101 Reykjavík
  • Fosshótel Reykjavík, Höfðatorg, 105 Reykjavík
  • Fosshótel Reykholt, 320 Reykholt
  • Fosshótel Húsavík, Ketilsbraut 22, 640 Húsavík
  • Fosshótel Núpar , Núpar , 880 Kirkjubæjarklaustur
  • Fosshótel Austfirðir , 750 Fáskrúðsfjörður
  • Fosshótel Vatnajökull, Lindarbakka, 781 Hornafjörður
  • Fosshótel Vestfirðir , Aðalstræti 100 , 450 Patreksfjörður
  • Í boði er tveggja manna uppábúið herbergi með baði og morgunmat. Félagsmenn sjá sjálfir um að bóka gistinguna og kaupa síðan gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna.

Miðar gilda ekki á Menningarnótt, Fiskideginum mikla á Dalvík og á Mærudögum á Húsavík.

Gisting á Gistihúsi Keflavíkur / Bed & Breakfast

Stéttarfélögin hafa samið við Gistihús Keflavík/ Bed&Breakfast um afslátt af gistingu fyrir félagsmenn. Gistihús Keflavíkur er góður valkostur fyrir þá sem eru að ferðast til og frá Íslandi en aðeins 6 mínútna akstur er að Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Boðið er upp á morgunverð frá klukkan 04:30 alla daga.  Akstur til og frá Keflavíkurflugvelli innifalin í verði sem og geymsla á bíl. Nánari upplýsingar á www.bbkeflavik.com

Hægt er að nálgast afsláttarmiða á orlofsvef stéttarfélaganna eða á skrifstofu stéttarfélaganna á opnunartíma.

Auk þess niðurgreiða félögin hverja gistinótt um kr. 2.500,- fyrir hvern fullgildan félagsmann.

Hótel Keflavík og Gistiheimili Keflavíkur

Hótel Keflavík

Félagsmönnum býðst ódýr gisting á Hótel Keflavík, sem er góður kostur fyrir þá sem eru að ferðast um Keflavíkurflugvöll. Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna eða  á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu. Í boði er einmennings-, tveggja manna- og fjölskylduherbergi en hótelið hefur staðið í umfangsmiklum endurbótum og hefur hótelið algjörlega verið flísalagt að utan ásamt því að flest hótelherbergi hafa verið tekið í gegn.

Glæsilegur morgunverður er veittur árla morguns fyrir gesti hótelsins sem þurfa að fara snemma í flug og er þeim síðan boðinn akstur á flugstöðina og geymsla á bílnum meðan dvalið er erlendis endurgjaldslaust.
Nánari upplýsingar á www.hotelkeflavik.is

Auk þess niðurgreiða félögin hverja gistinótt um kr. 2.000 á herbergi.

Gistiheimili Keflavíkur, staðsett á móti Hótel Keflavík

Stéttarfélögin hafa samið við Gistiheimili Keflavíkur um ódýra gistingu fyrir félagsmenn sem ferðast milli landa. Gistiheimilið er í eigu sömu aðila og reka Hótel Keflavík. Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna eða á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á gistiheimilinu. Gestir þurfa að deila snyrtingu með öðrum gestum en tvö baðherbergi fylgja sex herbergjum. Innifalið í verðinu er einnig geymsla á bíl. Gistiheimilið er við Vatnsnesveg 9 í Keflavík, það er á móti Hótel Keflavík. Innritun gesta á Gistiheimili Keflavíkur fer fram á Hótel Keflavík. Þar geta gestir einnig gengið að góðum morgunverði og annarri þjónustu á vegum hótelsins.

Auk þess er niðurgreiðsla per herbergi 2000 krónur.

Alba gistiheimili

Við viljum benda á athyglisverðan kost fyrir félagsmenn sem eiga leið í styttri ferðir til Reykjavíkur sem er Alba gistiheimili. Það er vel staðsett að Eskihlíð 3 á milli Miklubrautar og Bústaðavegar og því stutt frá flugvellinum. Hægt er að bóka einstaklingsherbergi og upp í fjögurra manna herbergi á mjög hóflegu verði. Þessi valkostur stendur félagsmönnum til boða frá 15. september til 30. apríl ár hvert. Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna eða á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á gistiheimilinu.

Hótelgisting á Eddu hótelum/ Icelandair hotels

Hótel EddaFélagsmönnum býðst gisting á 12 Edduhótelum sem staðsett eru um allt land.  Hótelin eru: ML Laugarvatni, IKI Laugarvatni, Skógar, Nesjaskóli, Neskaupsstaður, Egilsstaðir, Akureyri, Stórutjarnir, Vík, Laugarbakki, Sælingsdalur og Ísafjörður.
Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna eða á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir uppbúið tveggja manna herbergi með handlaug og bóka sér síðan gistingu í gegn um síma þar sem þeir kjósa. Heimilt er að hafa með sér börn án sérstaks aukagjalds ef viðkomandi hefur með sér rúmföt fyrir þau. Hótelið leggur til dýnur. Athugið að morgunverður er ekki innifalinn og misjafnt framboð er hjá einstökum hótelum eftir tímabilum. Nánari upplýsingar á www.hoteledda.is

Jafnframt er boðið upp á gistingu á Icelandair hótelunum á Akureyri, Héraði, Klaustri, Vík, Flúðum, Hamri og Reykjavík Natura. Keyptar eru greiðsluávísanir á orlofsvef stéttarfélaganna eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Hótel Norðurland

Hótel Norðurland

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á Hótel Norðurlandi, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri. Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna eða á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu. Nánari upplýsingar á www.keahotels.is.

Hótel KEA

Hótel Kea

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á Hótel KEA, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á orlofsvef stéttarfélaganna á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu. Í boði er einmennings- og tveggja manna herbergi. Nánari upplýsingar á www.keahotels.is.

Reykjavík Lights / Skuggi Hotel / Storm Hotel

Félagsmönnum býðst  gisting og morgunverður á Reykjavík Lights, Skugga Hotel og Storm Hotel í Reykjavík sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á höfuðborgarsvæðinu.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Í boði er einmennings- og tveggja manna herbergi.  Nánari upplýsingar á www.keahotels.is.

Gistimiðana má kaupa á orlofsvef stéttarfélaganna

Deila á