Framsýn krefst fundar með Vísi

Framsýn hefur þegar átt einn fund með forsvarsmönnum Vísis en fundurinn var haldinn af frumkvæði Vísis klukkutíma áður en starfsmönnum var tilkynnt um áform fyrirtækisins að hætta starfsemi á Húsavík 1. maí n.k. Formaður Framsýnar hefur síðustu daga verið í sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins og krafist fundar þar sem farið verði yfir stöðuna og ábyrgð fyrirtækisins gagnvart samfélaginu og starfsmönnum sem búa við mikla óvissu um þessar mundir. Read more „Framsýn krefst fundar með Vísi“

Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn

Íbúasamtök Raufarhafnar stóðu fyrir íbúafundi á Raufarhöfn á þriðjudaginn sem tengist tilraunaverkefni sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn.  Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps.  Read more „Jákvæðni á íbúafundi á Raufarhöfn“

Uppskipun á hótelherbergjum!

Í gær var hótelherbergjaeiningum í nýtt hótel í Mývatnssveit skipað upp í Húsavíkurhöfn. Hótelið sem er í landi Arnarvatns hefur fengið nafnið Hótel Laxá og er um 3000m² bygging. Loftorka og verktakinn Reynir Ingvason, kenndur við Brekku í Aðaldal, hafa unnið að því að reisa þjónusturýmið. Herbergin 80 koma hins vegar í einingum frá Noregi og koma í tvennu lagi. Read more „Uppskipun á hótelherbergjum!“

Atvinnurekendur-fræðslusjóðsgjald

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að skv. nýgerðum kjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að hækkaði iðgjald í fræðslusjóðinn Landsmennt um 0,10% frá og með 1. janúar 2014.  Vegna þessa verður iðgjaldið til Landsmenntar 0,30% frá þeim tíma sem skila ber til viðkomandi stéttarfélags. Atvinnurekendur eru beðnir um að hafa þetta í huga við útreikning launa.

Framsýn

Sala á miðum í Hvalfjarðargöngin

Miðar í hvalfjarðargöngin eru seldir á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá eftirtöldum aðilum á félagssvæði stéttarfélaganna.  Í Mývatnssveit er Agnes Einarsdóttir með miðana til sölu, á Raufarhöfn  Svava  Árnadóttir og í Þingeyjarsveit Ósk Helgadóttir. Þá er Verkalýðsfélag Þórshafnar einnig með miðana til sölu á Þórshöfn. Miðarnir eru bara til sölu fyrir félagsmenn.

Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið

Á næstu dögum munu félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar sem starfa hjá ríkinu fá kynningarefni og kjörgögn vegna kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands og Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisjóðs sem var undirritaður 1. apríl sl. Í kynningarefninu má finna m.a. upplýsingar um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar, helstu atriði samkomulagsins og nýjar launatöflur. Read more „Helstu atriði úr kjarasamningi við ríkið“