Skýrsla, í kjölfar kjarasamninga

Út er komin skýrslan Í kjölfar kjarasamninga sem fjallar um launaþróun eftir samningssviðum og viðsemjendum á tímabilinu 2006 til 2015. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (Salek). Skýrslan er sú þriðja í röðinni sem fjallar um viðfangsefnið en þær fyrri báru nafnið Í aðdraganda kjarasamninga og voru gefnar út í október 2013 og febrúar 2015, í þann mund er viðræður voru að hefjast um endurnýjun kjarasamninga.

Niðurstöður skýrslunnar eru ekki hluti af reglubundinni upplýsingagjöf Hagstofunnar heldur byggja á sérvinnslu úr gagnasafni stofnunarinnar samkvæmt beiðni Salek. Hagstofan birtir ársfjórðungslega upplýsingar um launaþróun í heild á almennum markaði, hjá ríkinu og sveitarfélögunum en í þessari skýrslu er miðað við nóvembermánuði ár hvert og upplýsingar eru mun ítarlegri en tíðkast.

Þakkir berast til Framsýnar

Starf Framsýnar hefur lengi vakið mikla athygli á landsvísu enda eitt öflugasta stéttarfélag landsins. Síðustu daga hefur félagið verið töluvert í umræðunni þar sem það tekur fast á kjarasamningsbrotum, ekki síst erlendra undirverktaka sem eru við störf á félagssvæðinu við mannvirkjagerð. Baráttukveðjur berast ekki síst með netpósti og þá eru dæmi um að einstaklingar hafi komið sínum kveðjum á framfæri með blómum. Á myndinni má sjá nafnanna, Aðalstein Árna og Aðalstein Jóhannes með blómvönd sem barst félaginu eftir hádegi í dag eftir umfjöllun fjölmiðla um vinnustaðaeftirlit félagsins. Full ástæða er til að þakka fyrir baráttukveðjur og hvatningu fólks til félagsins hvað þessi mál varðar. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að Framsýn á mjög gott samstarf við verkkaupa og stærstu íslensku verktakana sem hafa yfirumsjón með flestum verkum á svæðinu. Því miður hafa nokkrir erlendir undirverktakar verið staðnir að því að virða ekki íslenska kjarasamninga sem að sjálfsögðu verður ekki liðið.

 

Bæklingar um réttindi félagsmanna á ensku og pólsku.

Framsýn hefur látið prenta nýja bæklinga á íslensku, ensku og pólsku varðandi helstu réttindi starfsmanna í ferðaþjónustu og úr sjúkrasjóði og starfsmenntasjóðum sem Framsýn á aðild að. Einnig eru í bæklingunum hagnýtar upplýsingar um þjónustu Framsýnar. Félagsmenn geta nálgast bæklingana á Skrifstofu stéttarfélaganna.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Bæklingarnir eru á aðgengilegu formi fyrir félagsmenn og á þremur tungumálum.

Vel tekið í erindi Einingar- Iðju

Stjórn Framsýnar, stéttarfélags fjallaði fyrir helgina um beiðni Einingar- Iðju um aukið samstarf stéttarfélaganna. Í bréfi Einingar- Iðju til Framsýnar kemur fram að áhugi sé innan félagsins að efla samvinnu þessara tveggja félaga á Norðurlandi.

Erindinu var mjög vel tekið af stjórn Framsýnar og var formanni falið að vera í sambandi við formann Einingar- Iðju með að koma á sameiginlegum fundi stjórna félaganna í haust þar sem málið verði til umræðu, það er hugsanlegt samstarf um viðfangsefni félaganna á hverjum tíma.

Húsnæðismál til umræðu á stjórnarfundi Framsýnar- Bæjarstjóri Norðurþings gestur fundarins

Bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon ásamt Snæbirni Sigurðarsyni starfsmanni sveitarfélagsins voru gestir á fundi stjórnar Framsýnar í vikunni þar sem húsnæðismál voru m.a. til umræðu en mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík. Álitið er að vanti um 100 nýjar íbúðir inn á markaðinn til að mæta þörfinni sem skapast við uppbygginguna á svæðinu, ekki síst er tengist framkvæmdunum á Bakka.
Framsýn og Norðurþing hafa átt með sér mjög gott samstarf um að leita leiða til að bæta úr fyrirliggjandi vanda. Á stjórnarfundi Framsýnar var samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Alþýðusambands Íslands um hugmyndir þeirra um sérstakt íbúðafélag. Eins og kunnugt er hefur Alþýðusamband Íslands beitt sér í húsnæðismálum félagsmanna innan aðildarfélaga sambandsins. Nægir þar að nefna viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði sem undirrituð var af forsvarsmönnum Alþýðusambandsins og Hafnafjarðarbæjar. Verkefnið verður unnið á grundvelli laga um almennar leiguíbúðir sem samþykkt voru á Alþingi 2. júní síðastliðinn. Þá er vitað að Alþýðusambandið og Reykjarvíkur¬borg hafa sömuleiðis undirritað samkomulag sem gengur í sömu átt og viljayfirlýsingin sem undirrituð var við Hafnafjarðarbæ.
Í máli forsesta ASÍ, svo vitnað sé í ummæli hans í Morgunblaðinu er ætlunin með þessu og stofnun íbúðafélags að koma til móts við þá tekjulægstu „Mark¬hóp¬ur¬inn eru þeir í hópi hinna tekju¬lægstu, sem eru að nota upp und¬ir helm¬ing tekna sinna til að borga leigu,“

Eins og fram kemur í þessari frétt á heimasíðunni er áhugi fyrir því innan Framsýnar að bjóða forsvarsmönnum ASÍ til fundar við félagið og stjórnendur Norðurþings um markmið þeirra viljayfirlýsinga sem þegar hafa verið gerðar við sveitarfélög og möguleikana á því að ganga frá sambærilegri yfirlýsingu við Norðurþing og þau önnur sveitarfélög á svæðinu sem telja ávinning að því. Fulltrúum annarra sveitarstjórna á félagssvæðinu verður boðið að taka þátt í fundinum. Stefnt er að því að halda fundinn í ágúst.

framsynstjorn0716 004
Framsýn stefnir að fundi með forsvarsmönnum Alþýðusambands Íslands og sveitarfélaga á félagssvæðinu til að ræða hugsanlegt samstarf um uppbyggingu á leiguhúsnæði í Þingeyjarsýslum. Reiknað er með að fundurinn verði haldinn í ágúst. Á myndinni má sjá fulltrúa Norðurþings og stjórnarmenn í Framsýn ræða húsnæðismál í sveitarfélaginu og í héraðinu öllu.

Eining-Iðja óskar eftir auknu samstarfi

Nú klukkan 17:00 hefst stjórnarfundur hjá Framsýn. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings. Nokkur stór mál eru til umræðu s.s. aðkoma félagsins að Sparisjóði Þingeyinga, húsnæðismál á Húsavík, útgáfumál félagsins, launakjör aðila vinnumarkaðarins, fundir með lögreglu og verktökum á svæðinu og þá hefur verkalýðsfélagið Eining- Iðja óskað eftir auknu samstarfi félaganna. Reikna má með að fundurinn standi fram eftir kvöldi.

pcc0615 023

 

 

 

 

 

 

 

 

Það verður víða komið við á fundinum í kvöld enda mörg mál á dagskrá fundarins. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon bæjarstóri Norðurþings. Tilefnið er að ræða stöðu húsnæðismála á Húsavík og hugsanlegt samstarf Norðurþings og Framsýnar hvað það varðar.

Fundað með lögreglunni

Að frumkvæði Framsýnar var haldinn fundur með lögreglunni til að fara yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagsvæðinu. Fundurinn var haldinn í vikunni. Framsýn hefur einnig talið ástæðu til að funda með ákveðnum verkkaupum og verktökum á svæðinu til að gera þeim sömuleiðis grein fyrir nokkrum málum sem félagið hefur verið að vinna að og mun taka föstum tökum svo farið sé að lögum og eftir ákvæðum kjarasamninga. Því miður hafa komið upp nokkur alvarleg mál í eftirlitsferðum Framsýnar um félagssvæðið á undanförnum vikum.

Stjórn Framsýnar fundar á miðvikudaginn

Það verður lítið um sumarfrí hjá stjórnendum Framsýnar í sumar. Boðað hefur verið til fundar á miðvikudaginn til að fara yfir nokkur mál sem bíða afgreiðslu félagsins. Sjá dagskrá fundarins:

1. Fundargerð síðasta fundar
2. Inntaka nýrra félaga
3. Erindi frá Einingu-Iðju um samstarf
4. Fundur með lögreglunni
5. Aðkoma félagsins að Sparisjóði Þingeyinga
6. Erindi varðandi kaup á íbúð
7. Erindi varðandi uppbyggingu á Raufarhöfn
8. Leiga á íbúð fyrir félagsmenn á Spáni
9. Launakjör aðila vinnumarkaðarins
10. Framsýn-ung: Fundargerð
11. Samkomulag við RSÍ
12. Útgáfa bæklinga
13. Samstarf félagsins við VÞ
14. Þing ASÍ í haust
15. Önnur mál

FRAMSÝN-UNG með stjórnarfund

Innan Framsýnar er starfandi Ungliðaráð Framsýnar sem skipað er til eins árs í senn af stjórn- og trúnaðarmannaráði félagsins. Ungliðaráðið skal skipað fjórum félagsmönnum á aldrinum 16-35 ára. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum formanns, ritara og tveggja meðstjórnenda. Leitast skal við að kynjaskiptingin sé jöfn í ráðinu. Ungliðaráðið skal starfa á vettvangi Framsýnar undir heitinu FRAMSÝN-UNG. Hlutverk ungliðaráðsins er að starfa náið með stjórn og trúnaðarráði Framsýnar að þeim málefnum sem aðilar ákveða að vinna að hverju sinni með sérstaka áherslu á málefni ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar- stéttarfélags.Þá skal ungliðaráðið vera tengiliður Framsýnar við starf ungliða á vettvangi ASÍ á hverjum tíma. Kristín Eva Benediktsdóttir, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Aðalbjörn Jóhannsson og Eva Sól Pétursdóttir sitja í stjórn FRMASÝN-UNG. Þau komu saman til stjórnarfundar fyrir helgina þar sem þau fóru yfir verkefnin sem eru framundan á vegum ráðsins. Aðalbjörn er formaður og Eva Sól ritari. Á myndina vantar Kristínu Evu sem komst ekki á fundinn.

Sjómenn athugið

Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er hafin. Sjómenn innan Framsýnar sem starfa eftir samningnum við fiskveiðar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur. Þeir sem telja sig hafa rétt til að kjósa en hafa ekki fengið kjörgögn í hendur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Rétt er að taka fram að samningurinn nær ekki til sjómanna á smábátum.  Sjómannadeild Framsýnar

Launagreiðendur takið eftir – hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóði

Í kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ o.fl. og SA frá 21. janúar 2016 var kveðið á um hækkað mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði, f.o.m. 1. júlí 2016. Í kjarasamningnum var kveðið á um þrepaskipta hækkun mótframlags launagreiðenda í lífeyrissjóð og tekur fyrsta breytingin gildi 1. júlí nk. Hækkunin gildir um þá sem eru aðilar að framangreindum kjarasamningi. Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:
2016: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2016 um 0,5% og verður 8,5%.
2017: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2017 um 1,5% og verður 10%.
2018: Framlag launagreiðenda hækkar 1. júlí 2018 um 1,5% og verður 11,5%.
Frá og með 1. júlí 2016 hækkar því mótframlag launagreiðenda, vegna starfsmanna, í samtryggingarsjóð úr 8% í 8,5%. Eru launagreiðendur hvattir til að gera viðeigandi breytingar í launakerfum sínum hið fyrsta.

Góðir gestir í heimsókn

Nokkrir góðir gestir komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag. Meðal þeirra sem komu voru Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar og Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar. Þá má geta þess að Ragnar Árnason lögfræðingur Samtaka atvinnulífsins kom einnig við og fékk sér kaffi með starfsmönnum.

odny0716 003

Oddný og Logi komu til Húsavíkur í dag til að kynna sér uppbygginguna á svæðinu. Þau fengu formann Framsýnar til að leiða sig í gegnum framkvæmdirnar og þau áhrif sem þær hafa á samfélagið.

odny0716 007

Þessir heiðursmenn frá SMS sem stjórna framkvæmdunum á Bakka heilsuðu upp á gestina, þetta eru þeir Ruud M. Smit og Frank Schneider.

odny0716 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Þeystareykjum tók Guðmundur Þórðarson verkefnastjóri á móti gestunum sem fengu áhugaverða kynningu hjá honum á stöðu framkvæmda á Þeistareykjum. Guðmundur starfar hjá verktakanum LNS Saga.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning sjómanna að hefjast

Sjómannasamtökin hafa gengið frá nýjum kjarasamningi við Samstök fyrirtækja í sjávarútvegi með gildistíma til 31. desember 2018. Verði samningurinn samþykktur gildir hann frá 1. júní 2016. Sjómannadeild Framsýnar á aðild að samningnum. Á næstu dögum munu sjómenn innan deildarinnar fá kjörgögn í hendur. Væntanlega strax eftir helgina en unnið er að því að ganga frá gögnunum í póst.
Þar með hefst atkvæðagreiðsla um samninginn. Félagsmenn Sjómannadeildar Framsýnar geta kosið á Skrifstofu stéttarfélaganna til kl. 16:00, mánudaginn 8. ágúst. Opið verður alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.
Rétt er að taka fram að atkvæði verða talin sameiginlega hjá öllum aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands sem að samningnum standa.
Félagsmenn Sjómannadeildar Framsýnar sem búa utan Húsavíkur geta fengið kjörgögn í pósti komist þeir ekki til Húsavíkur að kjósa. Í þeim tilfellum eru félagsmenn beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna.
Vakni upp spurningar við lesturinn er velkomið að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna. Skorað er á sjómenn sem samningurinn nær til að greiða atkvæði um kjarasamninginn.

Áfram Ísland – hlýjar kveðjur berast víða að

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur árangur Íslands í Evrópumótinu í fótbolta vakið mikla athygli víða um heim. Það er að smáþjóð skuli ná þessum merkilega árangri í knattspyrnuvellinum. Verkalýðsforingjar og starfsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum hafa verið duglegir við að senda starfsmönnum Framsýnar baráttukveðjur, það er fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Hér má smá eitt af þessum bréfum sem barst formanni Framsýnar í gærkvöldi frá Ingeborg Vinther sem lengi var í forystu verkafólks í Færeyjum en hefur nú látið af störfum. Full ástæða er til að þakka félögum okkar á Norðurlöndunum fyrir magnaðar kveðjur.
Góði Aðalsteinn,
Nú er langt síðan je havi haft samband við teg.
Fyrst hjartans kvæðir til allir Íslendingar við tí
Flotta úrslitið frá Landsliðinum je var so stolt av ìslandi
og tað sama vóru øll her heima hjá okkum hald áfram Ísland
flott flott eitt spennandi kvøld.
Je og maðurin hava tað gott,nok at gera eru frísk og røsk.
Ì kvøld hava allir Íslendingar tað gott,,fantastisk sum Ìslendska liði
kláraði seg gott.
Hevur tú tað gott og hvussu gongur tað?
Vóni tú skilir tað eg havi skriva,heilsa teimum eg kenni.
Kærar kveðir
Ingeborg Vinther.

 

Fundað um lausn mála

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum halda uppi öflugu vinnustaðaeftirliti sem skilað hefur góðum árangri ekki síst í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Almennt er ástandið því gott á félagssvæðinu með nokkrum undantekningum. Dæmi er um að bæði innlend og eins erlend fyrirtæki hafi ætlað sér að greiða laun undir lágmarkslaunum á Íslandi. Framsýn hefur verið í sambandi við tvö fyrirtæki í vikunni sem eiga í hlut. Búið er að ná samkomulagi við annað fyrirtækið sem mun virða kjarasamninga og lög á vinnumarkaði. Viðræður standa yfir við hitt fyrirtækið um að laga kjör svo ekki komi til þess að Framsýn kæri fyrirtækið til hlutaðeigandi stjórnsýslustofnana. Góðar líkur eru á að það mál klárist á allra næstu dögum, jafnvel um helgina.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Dæmi eru um að menn fái um kr. 160.000 á mánuði í föst laun eins og þessi launaseðill ber með sér á sama tíma og lágmarkslaun á Íslandi eru um kr. 260.000,-. Það sem er alvarlegra í þessu tiltekna máli er að starfsmenn sem eiga í hlut vinna auk þess töluverða yfirvinnu sem skilar sér ekki inn í launin. Samtals er þessi launaseðill upp á kr. 185.000 með orlofi og ökutækjastyrk vegna kostnaðar sem hann varð fyrir.

Nýr kjarasamningur SFS og Sjómannasambands Íslands

Sjómannasamband Íslands ásamt Farmanna og fiskimannasambandinu hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Samningurinn var undirritaður fyrr í dag, 24. júní. Sjómenn hafa verið kjarasamningslausir í fimm ár. Viðræður hafa staðið allan þann tíma, með hléum. Samningurinn, sem nú fer í kynningu og atkvæðagreiðslu, gildir til ársloka 2018.

Fnjóská lofar góðu

Veiði í Fnjóská fer vel af stað þetta sumarið. Áin var opnuð þann 14. júní og lofar byrjunin góðu, en það er Stangaveiðifélagið Flúðir sem hefur leigt ánna síðustu áratugi af Veiðifélagi Fnjóskár. Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði og er veiðin best í neðri hluta árinnar snemmsumars, en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum. Þessa dagana er því aðeins veitt er með 2 stöngum á neðsta svæðinu, meðalþyngdin er mjög góð og stendur nú í 5,6 kg og stærsti laxinn sem komið hefur á land úr Fnjóská þetta árið er 9,6 kg hængur.

Veiðifélag Fnjóskár hefur undanfarna mánuði verið með í smíðum 5 ný veiðihús og verða þau tekin í notkun á næstunni. Húsin standa við Flúðasel sem er rétt sunnan við Böðvarsnes í Fnjóskadal. Aðstaða í nýju húsunum er hin besta, en svefpláss er fyrir fjóra í hverju húsi.

Það er gaman að veiða í Fnjóská segja veiðimenn, en áin ekki allra þar sem hún er oft straumhörð og vatnsmikil. Umhverfi árinnar er afskaplega fallegt og margbreytilegt, og umferð meðfram henni er lítil.

Mikið blíðskaparveður hefur verið í Fnjóskadalnum undanfarnar vikur. Tíðindamaður fréttasíðunnar rakst á ánægjulega veiðimenn í Dalsmynninu á dögunum. Létu þeir vel af sér og nutu góða veðursins og ekki spillti deginum að taka smá baráttu við þann stóra og hafa betur.20160619_205140 20160619_205253

20160619_212307_HDR

Líf og fjör á Þeistareykjum

Á dögunum fóru starfsmenn stéttarfélaganna í eftirlitsferð á Þeistareyki eins og gert er með reglulegu millibili. Auk þess áttu þeir fund með Jónatan Smára Svavarssyni, yfirmanni hjá LNS sögu en hann óskaði eftir fundi til að ræða mál tengd Þeistareykjaverkefninu.
Á Þeistareykjum er mikið um að vera um þessar mundir. Vel á þriðja hundrað manns eru við störf á svæðinu, langflestir starfsmenn ýmissa verktaka á vegum Landsvirkjunar en líka nokkrir starfsmenn á vegum Landsnets. Enn er verið að reysa vinnubúðir fyrir starfsfólkið en reiknað er með því að í júlí næstkomandi verði starfsmannafjöldinn í hámarki.
Eins og annarsstaðar hér norðanlands var með eindæmum gott veður á Þeistareykjum og smelltu starfsmenn stéttarfélaganna nokkrum myndum eins og sjá má hér.

IMG_9957

IMG_0010 IMG_9974  IMG_9982 IMG_9994 IMG_0001