Kristján L. kveður

Kristján L. Möller alþingismaður kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna í gær til að ræða við starfsmenn um þjóðmálin og framkvæmdirnar á Húsavíkursvæðinu. Eins og kunnugt er hefur Kristján ákveðið að hætta á þingi í haust en hann hefur skilað góðu starfi á þingi og verið góður talsmaður landsbyggðarinnar.

gong0816 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alltaf ánægjulegt að fá þingmenn í heimsókn til að ræða landsmálin.

 

Framsýn tekur heilshugar undir með ASÍ varðandi úrskurð kjararáðs og telur Salek samkomulagið glórulaust

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega nýlegum úrskurðum kjararáðs þar sem embættismönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana eru úrskurðaðir tugprósenta launahækkanir í einu vetfangi. Niðurstaða kjararáðs gengur þvert á sameiginlega launastefnu sem samið var um á vinnumarkaði og lá til grundvallar vinnu aðila vinnumarkaðar um mótun nýs samningalíkans. Með þegjandi samþykki sínu gefa stjórnvöld launafólki langt nef og grafa undan viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýtt samningamódel sem byggir á stöðuleika og öruggri kaupmáttaraukningu.
Miðstjórn ASÍ áréttar að það kemur ekki til greina að tekjuhæstu hópar samfélagins fái sérstaka meðferð og deili ekki kjörum með almenningi í landinu – um slíkt verður engin sátt. Okkar félagsmenn munu ekki sætta sig við að skapa jarðveg fyrir stöðugleika og aukna verðmætasköpun með ábyrgum launahækkunum til þess að hátekjuhópar geti á einu bretti fengið hækkanir sem nema mánaðarlaunum margra félaga okkar.
Hér er á ferðinni versta birtingarmynd þess ranglætis sem við höfum alltof lengi búið við. Það er löngu tímabært að þeir sem telja sig vera yfirstétt þessa lands geri sér grein fyrir því að nú þurfa þeir eins og aðrir að taka afstöðu til þess hvort þeir vilja byggja hér upp samfélag þar sem jafnræði ríkir í launamálum. Til þess þurfum við hugarfarsbreytingu sem felst í norrænu fyrirmyndinni og tímabært að stjórnvöld horfist í augu við alvarlegar afleiðingar þessara úrskurða.

Framkvæmdir við Laxárvirkjun

Nú standa yfir framkvæmdir við Laxárvirkjun í Aðaldal. Um er að ræða framkvæmd sem felur í sér breytingar á inntaki Laxárvirkjunar III sem og norðurhluta núverandi stíflumannvirkis ásamt nokkrum öðrum verkþáttum s.s. dýpkun inntakspolls, lagningu bráðabirgðavega og gerð varnargarða til bráðabirgða. Framkvæmdinni er ætlað að minnka rekstrarvandamál virkjunarinnar sökum ísmyndunar í ánni og aurburðar. Öll mannvirki, bæði tímabundin og varanleg, eru innan svæðis sem var raskað við byggingu Laxárvirkjunar I og III. Í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir miði að því að fleyta ís sem berst að inntaki um nýtt ísfleytingaryfirfall og þaðan til baka í náttúrulegan farveg árinnar um frárennslisrennu en meðallengd steypts hluta hennar verði um 30 m og breidd á bilinu 3,5 m – 13 m. Steypt verði nýtt inntak sem verði um 30 m að lengd að meðaltali og að lágmarki um 10 m á breidd. Fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni um síðustu helgi og tóku þessar myndir við það tækifæri.

a1916 284

Sumarferð Framsýnar

Það var föngulegur hópur sem mætti á skrifstofu stéttarfélaganna síðastliðinn laugardagsmorgun. Tilefnið var hin árlega sumarferð stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Rúnar Óskarsson var þar mættur á rútu Fjallasýnar sem ferja átti liðið eftir hentugleikum þennan dag. Hópurinn skemmtilega breiður, þar sem elsti þátttakandi var um sjötugt en sá yngsti átta mánaða.

Næturþokan grúfði sig enn yfir stór – Húsavíkursvæðið er rútan brunaði út bænum, en er komið var í Reykjadalinn var heldur farið að rofa til. Á Mývatnsheiðinni tók sólin svo brosandi á móti okkur og gaf fyrirheit um að dagurinn yrði líkast til nokkuð góður. Það var ekki bara sólin sem tók okkur fagnandi á heiðinni, það gerði mývargurinn líka. En því betur fór fljótlega að gola aðeins að utan, þannig að mýið varð ekki til mikilla vandræða.
Ferðinni var heitið niður Laxárdalinn og skyldi gengið af Nónskarðsásnum niður í Ljótsstaði, en það eru um 12 km. Á fyrrgreindum ás eru gatamótin upp í Stöng, þar var stoppað og smalað út úr rútunni, flugnanetum smeygt yfir höfuð, skór reimaðir fastar og arkað af stað niður dalinn undir öruggri leiðsögn Hallgríms Valdimarssonar, sem ættaður er frá Halldórsstöðum í Laxárdal.

Laxárdalur er sannkölluð náttúruperla. Úfin apalhraunin, runnin frá eldstöðum í Mývatnssveit, löngu vaxin lyngi og fjalldrapa og myndarlegar birkihríslur er smeygja sér undan hraundröngum spila undurfagrar sónötur með nið Laxár sem streymir niður eftir dalnum endilöngum. Sannkölluð sinfonía fyrir augu og eyru. Við hverfum aftur til fortíðar, hlaðnir hraungarðar og bæjarrústir í túni geyma sögu og spor genginna kynslóða og strax í upphafi ferðar kemur í ljós að nokkrir innan hópsins hafa tengsl af einhverju tagi við dalinn. Hafa alist þar upp, verið þar í sveit eða vinnumennsku, eða jafnvel að forfeður þeirra hafi búið í dalnum í lengri eða skemmri tíma. Það gefur auka krydd í ferðalagið, enda hafa menn frá ýmsu að segja.

Við höldum að Brettingsstöðum sem var syðsta jörðin í Laxárdal vestan megin ár, en búið var þar til ársins1954. Höfum viðkomu á trébrú skammt sunnan og neðan við bæinn. Hallgrímur segir okkur frá slysi því er varð til þess að áin var brúuð árið 1902, en ári fyrr hafði bóndinn á Brettingsstöðum drukknað þar ásamt vinnumanni sínum. Á Brettingsstöðum tökum við nestisstopp og eftir góða sögustund höldum við áleiðis að Ljótsstöðum. Leiðin milli bæja liggur í gegnum fallegan birkiskóg er nefnist Varastaðaskógur. Þar teygist ögn á hópnum þar sem menn kjósa misjafnan ferðahraða, en allir skila sér þó í hlað á Ljótsstöðum á góðum tíma. Blíðviðrið og fagurbláar berjaþúfur tefja nokkuð fyrir göngufólki og víst er að töluvert magn berja hafur ratað í maga manna þennan dag.

Á Ljótsstöðum stendur tíminn í stað, þar er flest eins og það var þegar síðasti ábúandi féll frá árið 1965. Bærinn stendur opinn fyrir vegfarendum, öllum frjálst að skoða sig þar um gegn því að hrófla þar ekki við neinu. Eftir að hafa litast um á Ljótsstöðum og pústað um stund í hlaðvarpanum tóku aftur við þægindin í rútunni hjá Rúnari sem flutti hópinn að Þverá. Þar tók Áskell bóndi á móti okkur og sýndi hæverskur nýuppgerða kirkjuna og gamla torfbæinn þar sem hann er sjálfur fæddur og uppalinn. Á Þverá er snyrtimennskan höfð í fyrirrúmi, þar hefur öllu verið haldið til haga og leynir sér ekki sú natni og eljusemi sem ábúendur þar á bæ hafa lagt í að viðhalda sögunni. Gamli torfbærinn sem hefur verið í vörslu þjóðminjasafnsins frá árinu 1968 þykir ekki síst merkilegur fyrir það að hann er talinn geyma heildstæðustu búsetuminjar sem til eru á landinu.

Eftir að hafa kvatt Þverárbónda brunum við í Halldórsstaði þar sem Hallgrímur leiðsögumaður okkar og Halldór bróðir hans ráða ríkjum. Enn dveljum við í fortíðinni, skoðum Halldórsstaðahúsið þar sem fjölskyldur þeirra bræðra hafa komið sér upp skemmtilegri dvalaraðstöðu. Hér hefur dagatalinu heldur ekki verið flett í hálfa öld og gamlir munir prýða húsið sem hefur fengið að halda sjarmanum og manni finnst að maður sé staddur á lifandi safni þar inni. Þeir bræður léðu okkur fúslega mataraðstöðu í skemmtilega uppgerðri hlöðu og það stóð á endum, er við renndum í hlað var grillmeistarinn Lilja Sigurðar rétt að ljúka við að grilla dýrindis lambakjöt ásamt tveimur aðstoðarmönnum, þeim Aðalsteini og Aðalsteini. Eftir góðan mat og drykk seig á menn nokkur höfgi, en nú var orðið mál að halda heimleiðis og voru Halldórsstaðabræður kvaddir með þakklæti fyrir frábærar móttökur.

Við snúum aftur til nútímans og sólin er enn á himni er Rúnar skilar hópnum aftur heim til Húsavíkur. Menn kveðjast og týnast hver til síns heima, vonandi alir sáttir eftir viðburðarríkan dag.

a1916 259 a1916 241 a1916 239 a1916 220 a1916 172 a1916 144 a1916 140 a1916 112 a1916 023

 

 

Vaktavinna í ferðaþjónustu

Starfsmenn stéttarfélaganna hafa rekið sig á það í sumar að það vantar upp á að ferðaþjónustuaðilar séu með allar helstu leikreglur hvað varðar vaktavinnu, en sérstakar reglur gilda um þess háttar vinnufyrirkomulag.

Starfsgreinasamband Íslands tók saman helstu atriði sem hafa ber í huga ef nota á þennan kost. Hér má lesa samantektina.

Frábær sumarferð

Stéttarfélögin stóðu fyrir sumarferð í gær, laugardag, í Laxárdal. Hér má skoða nokkrar myndir sem teknar voru úr ferðinni. Ferðasaga kemur svo inn á síðuna eftir helgina.

a1916 026a1916 015a1916 205a1916 146a1916 218a1916 141a1916 164a1916 064a1916 008

Gott veður og flestir í góðu skapi

Fulltrúar Framsýnar gerðu sér ferð upp á Þeistareyki í dag til að heimsækja starfsmenn sem þar eru við störf. Almennt voru menn ánægðir með lífið, enda veðrið gott auk þess sem framkvæmdirnar ganga almennt vel. Sjá myndir frá heimsókninni í dag:

lns0816 002lns0816 015lns0816 010lns0816 032
lns0816 018
lns0816 029

Fullt í sumarferðina á laugardaginn

Sumarferð stéttarfélaganna verður farin á laugardaginn og er fullt í ferðina. Farið verður í gönguferð um Laxárdal, sem er rómaður fyrir friðsæld og náttúrufegurð, auk þess sem dalurinn geymir mikla og merkilega sögu. Laxárdalur liggur austan Reykjadals og nær frá Brúum að Helluvaði. Rútuferð verður frá Húsavík upp á Mývatnsheiði. Á Nónskarðsási við gatnamótin upp í Stöng verður gengið sem leið liggur niður dalinn  að Brettingsstöðum. Frá Brettingsstöðum liggur leiðin gegnum fallegan birkiskóg, Varastaðaskóg, að Ljótsstöðum sem er næsta jörð fyrir neðan. Við Ljótsstaði bíður rúta sem fer með göngufólkið að Þverá. Þar verður gamli bæinn og kirkjan skoðuð sem er nýlega uppgerð. Að lokum verður grillað á Halldórsstöðum. Til þeirra sem eru að fara í ferðina, þá verður farið stundvíslega frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:00 næstkomandi laugardag.

 

A.T.H. Góðir skór, flugnanet, fatnaður við hæfi, nesti og góða skapið er nauðsynlegur búnaður í þessa ferð.

 

Nýr sjómannasamningur felldur

Ljós er niðurstaða atkvæðagreiðslu um nýjan samning sjómanna. Hún er þessi:

Já sögðu 223 33,3%
Nei sögðu 445 66,4%
Auðir og ógildir 2 0,3%
 Samtals 670 100.

Það er því ljóst að samningurinn var felldur. Fljótlega verður því samninganefndin kölluð saman til að ákveða næstu skref.

Geisli skoðar leikmenn í glugganum

Eftir helgina lokast svokallaður gluggi en fram að þeim tíma geta knattspyrnulið á Íslandi fengið til sín leikmenn til að styrkja liðin fyrir átökin sem framundan eru í síðari hluta Íslandsmótsins þar sem keppt er um eftirsótta titla og um að komast upp um deildir. Eitt af þessum liðum er stórliðið Geisli úr Aðaldal sem spilar í fyrsta skiptið í 4. deildinni, það er í C-riðli ásamt 6 öðrum liðum sem flest koma af höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Kormák/Hvöt. Heimavöllur félagsins er við Ýdali. Geisli hefur spilað afar vel í sumar en því miður hafa stigin látið á sér standa sem er mikið rannsóknarefni enda spilar liðið undir stjórn Guðmundar Jónssonar frá Fagraneskoti sem án efa er einn af okkar færustu þjálfurum auk þess að hafa mikla leikreynslu úr neðri deildunum þar sem Guðmundur spilaði um árabil við góðan orðstír. Meistarinn Jón Þormóðs frá Ökrum hefur verið honum til aðstoðar svona við og við.

Þegar fulltrúar Framsýnar, stéttarfélags litu við á æfingu hjá Geisla í gærkvöldi á Ýdölum voru nokkrir leikmenn til skoðunar áður en glugginn lokast á mánudaginn. Leikmennirnir koma frá Englandi, Írlandi og Íslandi. Í ljósi þess að Framsýn er einn af styrktaraðilum liðsins vildu forsvarsmenn stéttarfélagsins fræðast um hvort til stæði að styrkja liðið með nýjum leikmönnum fyrir komandi átök. Guðmundur varðist vel eins og hann er þekktur fyrir og sagðist ekki vilja tjá sig um það á þessari stundu. Geisli væri með öflugt lið og því þyrftu nýir leikmenn að vera verulega góðir til að komast í liðið umfram þá leikmenn sem fyrir væru. Vissulega vantaði liðinu markmann og einn af þeim leikmönnum sem væri til skoðunar væri reyndur markmaður frá Írlandi sem hefði staðið sig vel á æfingunni og varið nánast alla bolta sem rötuðu á markið. Fleira vildi Guðmundur ekki segja enda undirbúningur félagsins fyrir næstu leiki hafinn og því vildi hann fá frið frá utanaðkomandi aðilum.

IMG_0025

Erlendu leikmennirnir voru ánægðir með æfinguna í gær og umgjörðina um liðið. Hér má sjá Tom, Goeff og Adam á Ýdalavelli í gær.

IMG_0027

Íslensku leikmennirnir Þór og Jónas voru einnig á svæðinu í gær og tóku þátt í æfingunni.

IMG_0042

IMG_0048Tom sem er írskur markmaður varði nánast alla bolta sem hittu markið, greinilega mjög öflugur markmaður þar á ferð.

IMG_0034

Ég get líka varið sagði Grétar Guðmundsson um leið og hann skutlaði sér á næsta bolta.

IMG_0030

Leikmenn Geisla skutu og skutu að markinu án þess að skora fram hjá markvörðum sem stóðu sig vel á æfingunni.

IMG_0049

Mér líður eins og Ferguson sagði Guðmundur þjálfari Geisla enda ekki á hverjum degi sem erlendir leikmenn eru til skoðunar hjá félaginu. Hér er hann með ungum aðstoðarmanni, Sæþóri Orra Skarphéðinssyni sem dreymir um að verða þjálfari þegar hann verður stór.

Troðfullt í Skansinum

Mikið fjölmenni var samankomið í Skansinum við Hvalasafnið á Húsavík á Mærudögum sem fram fóru um síðustu helgi. Þá stóðu Fjáreigendafélag Húsavíkur í samráði við Karlakórinn Hreim og Kaðlín handverkshús fyrir skemmtilegri og þjóðlegri  dagskrá sem byggðist upp á söng, fallegu handverki og magnaðri hrútasýningu sem bæjarstjóri Norðurþins, Kristján Þór Magnússon stjórnaði að miklum myndarskap. Eftir hörku og tilfinningaríka keppni  úrskurðuðu dómarar keppninnar að hrúturinn Rósi úr Grobbholti væri fallegasti hrúturinn en hann er tveggja ára hrútur ættaður frá Leifsstöðum úr Öxarfirði og keppti hann í flokki eldri hrúta. Rósi fékk hins vegar ekki verðlaunin þar sem ekki var keppt í flokki eldri hrúta heldur aðeins í flokki ung hrúta. Hrútarnir Brúsi í eigu Aðalsteins  Ólafssonar og Bjartur í eigu Guðrúnar Viðar stóðu jafnir og efstir unghrúta í keppninni og fengu því verðlaun keppninnar. Þessi viðburður Mærudaga dregur að sér  fjölda gesta, ekki síst erlendra gesta sem skemmtu sér vel yfir tilburðum gestgjafana frá Húsavík. Meðfylgjandi eru myndir sem Hafþór Hreiðarsson tók og lánaði heimasíðu stéttarfélaganna.

Hrutar008 Hrutar007  Hrutar004 Hrutar002

Verkalýðsfélag Þórshafnar ræður nýjan starfsmann

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar. Kristín Kristjánsdóttir hefur starfað hjá Verkalýðsfélaginu í 15 ár en lætur nú af störfum. Kristínu eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf fyrir félagið.

Sigríður Jóhannesdóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar og mun hún taka við af Kristínu Kristjánsdóttur þann 1. september n.k.

Sigríður er fædd og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði þar sem hún býr í dag ásamt fjölskyldu sinni og stunda þau sauðfjárbúskap. Sigríður og Júlíus eiga þrjár dætur.

Sigríður er búfræðikandídat að mennt frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún hefur starfað sem ráðunautur, framkvæmdarstjóri hjá leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði, skrifstofustjóri hjá Langanesbyggð og mun láta af störfum sem rekstrastjóri á Dvalarheimilinu Nausti nú í haust.

 

Sjálfboðaliðar bannaðir í efnahagslegri starfsemi

Framsýn hefur minnt reglulega á það síðustu misseri að sjálfboðaliðar eru bannaðir í efnahagslegri starfsemi. Því miður er það þó staðreynd að enn er pottur brotinn í þessum efnum á okkar félagssvæði. Til dæmis er enn nokkur fjöldi auglýsinga á heimasíðunni Workaway sem og sambærilegum síðum, frá okkar félagssvæði þar sem auglýst er eftir sjálfboðaliðum í efnahagslega starfsemi. Við hvetjum alla sem eiga auglýsingu þar að taka þær í burtu umsvifalaust. Þeir sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum eiga von á eftirlitsaðilum í heimsókn.

Nýlega birti Bændablaðið viðtal við Dröfn Haraldsdóttur, verkefnastjóra hjá ASÍ, þar sem hún fer yfir hvað það þýðir að hafa sjálfboðaliða í efnahagslegri starfsemi, meðal annars þegar kemur að tryggingum og sú staðreynd að þetta er lögbrot. Viðtalið má lesa hér.

Húsavíkurkirkja máluð

Framkvæmdir standa nú yfir við Húsavíkurkirkju. Verið er að mála kirkjuna en síðast var það gert fyrir rúmum áratug. Það er fyrirtækið Fagmál sem sér um málninguna að þessu sinni. Við jafn hátt hús og kirkjan er dugir nú ekki annað en að hafa stærðarinnar vinnuvélar til aðstoðar. Hér má sjá mynd af lyftunni sem Fagmál notar í verkinu en hún er í eigu Trésmiðjunnar Rein. Einnig má sjá tvo starfsmenn Fagmáls við sín störf.Frissi5 Frissi4 Frissi3 Frissi2

Gengið frá breytingum á kjörum starfsmanna við Hvalaskoðun

Rétt í þessu skrifuðu Framsýn, stéttarfélag og Samtök atvinnulífsins undir breytingar á kjörum háseta um borð í hvalaskoðunarbátum sem gerðir eru út frá Húsavík. Um er að ræða hækkun upp á um 3,4% frá fyrri samningi sem tekur gildi frá 21. júlí. Starfsmenn geta fengið frekari upplýsingar um samkomulagið á Skrifstofu stéttarfélaganna.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Óska eftir mjög góðu samstarfi

Fulltrúi ELNOS á Íslandi sem kemur til með að sjá um að reisa möstur og leiðara (línu) frá Kröflu að Þeistareykjum og áfram að verksmiðjunni á Bakka fundaði með fulltrúum Framsýnar í gær. Á fundinum kom fram mjög sterkur vilji fyrirtækisins til að hafa alla hluti í lagi er snertir verkefni fyrirtækisins á Íslandi. Áætlað er að um 70 starfsmenn komi að verkinu sem hefst í september og lýkur seint á næsta ári. Starfsmennirnir sem flestir koma frá Bosníu eru rafvirkjar og iðnaðarmenn.

Formaður tekur sér sumarfrí

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður í sumarfríi frá 25. júlí til 12. ágúst. Viðskiptavinir Skrifstofu stéttarfélaganna eru beðnir um að snúa sér til annarra starfsmanna á skrifstofunni þurfi þeir á aðstoð eða upplýsingum að halda. Nánari upplýsingar um starfsmenn og netföng þeirra eru inn á heimasíðu stéttarfélaganna, www.framsyn.is

Farið yfir málin með Vinnumálastofnun

Í gær áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar. Tilefni fundarins var að fara yfir stöðu mála er tengjast uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að verkefninu. Því miður hafa komið upp nokkur brot er tengjast fyrst og fremst launakjörum starfsmanna. Á fundinum í gær kom fram mikill vilji aðila til að vinna samana að þessum málum, það er að verktakar fari að lögum og virði kjarasamninga.

vinnumal0716 021

Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri og Vilmar Pétursson mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar funduðu með fulltrúum Framsýnar í gær þar sem málefni er tengjast uppbyggingunni á svæðinu voru til umræðu en nokkur kjarasamningsbrot hafa komið upp sem eru til skoðunar.

Ánægjulegur fundur á Bakka

Í gærkvöldi, 19. júlí, tók Framsýn þátt í fundi sem haldin var á vegum SMS Group og PCC á Bakka. Í ljósi þess að margir starfsmenn eru nýkomnir á Bakka og fjöldi starfsmanna þar er nú að nálgast hámark var ákveðið að smala saman nokkrum lykilaðilum á svæðinu og kynna svæðið fyrir nýju starfsmönnunum. Þessir aðilar voru auk PCC og SMS, Norðurþing, Völsungur, Lögreglan, Slökkviliðið, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Framsýn. Allir þessir aðilar kynntu sína starfsemi á svæðinu með aðstoð glærusýningar sem hópurinn vann saman á síðustu vikum. Það var svo Agnieszka Szczodrowska eða Aga eins og hún er jafnan kölluð sem túlkaði af stakri snilld það sem fram fór fyrir pólskumælandi gesti fundarins sem raunar var stór meirihluti viðstaddra.

Fundurinn heppnaðist með ágætum. Það var ánægjulegt að finna áhuga nýs fólks á svæðinu að taka þátt í samfélaginu og setja sitt mark á svæðið. Sérstaklega var ánægjulegt fyrir okkur starfsmenn Framsýnar að sjá starfsmenn hafa mikinn áhuga á sínum réttindum sem launþegar en mikil aðsókn var í básinn sem Framsýn hafði fyrir sitt kynningarefni að fundi loknum.sms0716 019 sms0716 015 sms0716 012 sms0716 006 sms0716 004