Category Archives: Fréttir

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar verður haldinn í fundarsal stéttarfélaganna mánudaginn 29. desember kl. 16:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Átt þú uppsafnaðan rétt í Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks ?

Nýjar starfsreglur Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem félagsmenn Framsýnar í Deild verslunar- og skrifstofufólks eiga aðild að í gegnum Landssamband íslenskra verslunarmanna voru samþykktar í fyrra og hófst tveggja ára aðlögunartímabil þann 1. janúar 2014.

Kjarasamningar SGS og BÍ – nýtt vefrit

Bændasamtök Íslands hafa tekið saman vefrit um gildissvið og helstu efnisatriði kjarasamninga Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtakana sem Framsýn á aðild að. Í ritinu eru að finna gagnlegar ábendingar til vinnuveitenda og þeirra sem ráða fólk til starfa í landbúnaði, varðandi … Continue reading

Aðalfundur STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður fimmtudaginn 4. desember 2014. Fundurinn verður á Sölku og hefst kl. 19:00. Veitingar í anda jólanna. Vegna veitinga þurfa menn að skrá þátttöku á fundinn á Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða netfangið: linda@framsyn.is. Skráningu lýkur … Continue reading

Desemberuppbót árið 2014

Hér koma upplýsingar um desemberuppbótina. Allar tölur miðast við fullt starf. Starfsmenn eiga rétt á desemberuppbót m.v. starfstíma og starfshlutfall. Sjá frekar:

Desemberuppbót: verslunar- og skrifstofufólk

Desemberuppbót hjá verslunar- og skrifstofufólki er kr. kr. 73.600 fyrir árið 2014, það er miðað við fullt starf. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.

Sorpmálin til umræðu – opinn félagsfundur

Framsýn mun standa fyrir fundi um sorpmál á Húsavík og málefni Sorpsamlags Þingeyinga á opnum félagsfundi laugardaginn 6. desember kl. 11:00. Gestur fundarins verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Fundurinn er öllum opinn og verður auglýstur nánar síðar.

Vísismálið til umræðu í Félagsdómi

Síðasta miðvikudag fór fram  málflutningur í Félagsdómi í máli Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn Vísi hf. vegna starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Forsagan er sú að Vísir lokaði starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara í vor. Uppsögnin kom til framkvæmda … Continue reading

Lokafundur ársins

Síðasti fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar verður haldinn 12. desember í fundarsal félagsins. Þar sem um síðasta fund ársins er um að ræða verður starfsmönnum félagsins og trúnaðarmönnum á vinnustöðum boðið að sitja fundinn auk stjórnar og trúnaðarmannaráðs.

Afmæli fagnað milli viðræðna

Eins og fram hefur komið standa yfir kjaraviðræður milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Um þessar mundir eru sérmál hópa innan sambandsins til umræðu s.s. starfsfólks í ferðaþjónustu, það er áður en viðræður hefjast um launaliðinn.