Category Archives: Fréttir

Upplýsingar um nýtt starfsmat starfsmanna hjá sveitarfélögum

Þau störf sem félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinsambandsins inna af hendi hjá sveitarfélögum eru metin í stigum eftir ákveðnu kerfi og fjöldi stiga segir til um hversu mikið er greitt fyrir hvert starf, þ.e. hvar það lendir í launatöflunni. Í þar … Continue reading

Þingiðn – Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna

Nú stendur yfir kosning um þá kjarasamninga Þingiðnar sem gerðir hafa verið við Samtök atvinnulífsins, Félag pípulagningameistara, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Kosningunni lýkur 15. júlí og ætti niðurstaðan að liggja fyrir um miðjan dag.

Stéttarfélögin opna skrifstofu á Þeistareykjum

Fulltrúar Framsýnar og Þingiðnar funduðu í dag með fulltrúum Landsvirkjunar og LNS Saga á Þeistareykjum. Meðal annars var farið yfir samskiptamál og önnur atriði sem aðilar ætla að vinna sameiginlega að til að gera starfsumhverfið sem best fyrir starfsmenn á … Continue reading

Félagsfundur í Þingiðn

Þingiðn boðar til félagsfundar miðvikudaginn 8. júlí kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Gestur fundarins verður Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn. Hann mun fara yfir nýgerðan kjarasamning iðnaðarmanna og gera grein fyrir helstu atriðum samningsins. Félagar fjölmennið. Stjórn Þingiðnar

Nýtt starfsmat fyrir félagsmenn STH og Framsýnar sem starfa hjá sveitarfélögum

Þau störf sem félagsmenn í aðildarfélögum Starfsgreinsambandsins inna af hendi hjá sveitarfélögum eru metin í stigum eftir ákveðnu kerfi og fjöldi stiga segir til um hversu mikið er greitt fyrir hvert starf, þ.e. hvar það lendir í launatöflunni. Í þar … Continue reading

Samið við Bændasamtökin

Starfsgreinasambandið hefur gengið frá nýjum kjarasamningi við Bændasamtök Íslands vegna starfsfólks í landbúnaði. Framsýn á aðilid að samningnum. Samningurinn tekur sömu hækkunum og samið var um í almennum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins auk þess sem farið var yfir gildissvið samningsins … Continue reading

Fundað með LNS Saga á Þeistareykjum

Formenn Framsýnar og Þingiðnar funduðu í gær með fulltrúum frá verktakanum LNS Saga sem sér um uppbygginguna á Þeistareykjum. Formennirnir fengu kynningu á framkvæmdunum auk þess sem farið var yfir starfsmannamál og réttindi starfsmanna. Formennirnir notuðu auk þess tækifærið og … Continue reading

Góður fundur um atvinnumál á vegum PCC

Þýska fyrirtækið PCC sem ætlar að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík og sveitarfélagið Norðurþing stóðu fyrir opnum íbúafundi á Húsavík í gær. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum var farið sérstaklega yfir uppbyggingu kísilvers PCC BakkiSilikon hf. … Continue reading

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar ath.

Skrifstofa félagsins á Þórshöfn verður lokuð vegna sumarleyfis starfsmanns dagana 30.júní 1.júlí og 2.júlí n.k. Starfsmaður, Kristín Kristjánsdóttir, verður með símann 894-7360 og bústaðabókina ef á liggur. Eyþór Atli í síma 897-0260 mun afhenda félagsmönnum flugfarseðla,sé þess þörf.  Verkalýðsfélag Þórshafnar

Kjarasamningur samþykktur á Þórshöfn

Félagar í Verkalýðsfélagi Þórshafnar samþykktu í atkvæðagreiðslu kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar.

Þingiðn samdi í gær

Í gær undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga þar á meðal Þingiðnar undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018.

Félagar í Framsýn samþykktu kjarasamninginn

Í dag lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og kjarasamning Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Framsýn á aðild að báðum þessum samningum.

Lausar vikur í orlofshúsum sumarið 2015

Eftir úthlutun til félagsmanna sem sóttu um orlofshús fyrir auglýstan tíma eru nokkrar vikur lausar. Endilega hafið samband ef ykkur vantar viku í orlofshúsi í sumar kæru félagsmenn. Þessar vikur eru lausar:

Námsstyrkir hækka til félagsmanna

Fræðslusjóðirnir, Landsmennt, Sveitamennt og Ríkismennt sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn hafa samþykkt að hækka hámark einstaklingsstyrkja sjóðanna til félagsmanna sem hér segir:

Til hamingju með daginn!

Í dag föstudaginn 19. júní 2015 minnumst við þess að að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þann dag var stigið stórt skref í jafnréttismálum hér á … Continue reading

Undirbúningur hafinn hjá stéttarfélögunum

Ljóst er að framundan eru miklir uppgangstímar á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Framkvæmdir eru byrjaðar á Þeistareykjum við uppbyggingu á orkumannvirkum. Á æstu vikum hefjast síðan framkvæmdir á vegum PCC á Bakka við byggingu á kísilveri.

Konum eru allir vegir færir

Það voru hress og kát mæðgin sem einn af fréttariturum heimasíðunnar rakst á í Fnjóskadalnum í dag. Þetta voru þau Jenný Friðjónsdóttir og sonur hennar Sigurjón Gunnar Gunnarsson. Jenný starfar við það sem hingað til hefur verið skilgreint sem hefðbundið … Continue reading

Örfá sæti laus í sumarferðina

Stéttarfélögin standa fyrir skemmti- og fræðsluferð upp að Holuhrauni 22. – 23. ágúst 2015. Um er að ræða tveggja daga ferð. Gist verður í Þorsteinsskála. Ferðin er ætluð félagsmönnum stéttarfélaganna og mökum þeirra. Þátttökugjaldið er kr. 15.000 m.v. einstakling.

Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn

Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar leggja mikið upp úr því að félagsmenn séu vel meðvitaðir um helstu atriði þeirra kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir undanfarið og varða félagsmenn þessara félaga. Með þessari frétt fylgja myndir frá tveimur fundum sem haldnir voru … Continue reading

Greiðum atkvæði félagar

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Framsýn á aðild að þessum samningum. Félagsmenn sem falla undir þessa kjarasamninga eru hvattir til að greiða atkvæði … Continue reading