Category Archives: Fréttir

Lítið um fréttir næstu vikurnar

Þar sem starfsmenn stéttarfélaganna verða í sumarfríum næstu vikurnar verður frekar lítið um fréttir á síðunni meðan svo er. Beðist er velvirðingar á því en fjöldi  fólks fer inn á síðuna daglega til að skoða fréttir og annað sem er … Continue reading

14 umsóknir um ræstingarstarf

Alls sóttu 14 einstaklingar um starf við ræstingar og þrif á Skrifstofu stéttarfélaganna. Um er að ræða 32% starf. Farið verður yfir umsóknirnar í næstu viku og í kjölfarið verður nýr starfsmaður ráðinn.

Eftirlit í gangi með ferðaþjónustuaðilum

Starfsmenn Framsýnar hafa í sumar fylgst vel með fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Meirihluti fyrirtækjanna er með sín mál í lagi en því miður eru allt of mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu með sín mál í miklum ólestri.

Gleði og gaman á Mærudögum

Mærudagar á Húsavík hafa farið vel fram í frábæru veðri.  Dagskráin stendur yfir í nokkra daga. Mikið fjölmenni  var á hrútasýningu frístundabænda á Húsavík í gærkvöldi. Bændur voru einnig svæðinu og grilluðu nokkur lömb fyrir gesti og gangandi. Sjá myndir:

Grillað og þuklað

Það verður stuð í Skansinum við Hvalasafnið á föstudagskvöldið kl. 21:00. Þar verða fallegustu hrútar á heimsvísu til skoðunar og besti  hrúturinn valinn af sérstakri dómnefnd. Jafnframt gefst gestum og gangandi kostur á að velja kynþokafyllsta hrútinn.

Fræðsla í góða veðrinu í morgun

Unglingar úr Vinnuskólanum í Þingeyjarsveit hafa verið á Húsavík í morgun. Þau komu við á Skrifstofu stéttarfélaganna og fengu góða kynningu á starfsemi félagsins í fyrirlestri og með því að horfa á kynningarmyndband sem er á heimasíðu stéttarfélaganna. Sjá myndir:

Félagar í STH samþykktu kjarasamning

Fimm félög sem aðild eiga að Samfloti Bæjarstarfsmanna stóðu að sameiginlegri atkvæðagreiðslu það er STH, ST-Fjallabyggð, SDS (Dala og Snæfells) og STAVEY (Vestmannaeyjar).

Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar var samþykktur í atkvæðagreiðslu um samninginn sem lauk í gær. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.

Mærudagar á Húsavík -Botnsvatnshlaup Landsbankans

Botnsvatnshlaup Landsbankans verður haldið laugardaginn 26.07.2014 kl. 11:00, ganga, skokk eða hlaup, tvær vegalengdir 2,6 km. og 7,6 km. Lengri vegalengdin er umhverfis Botnsvatn og niður Búðárárstíginn í skrúðgarð Húsvíkinga.

Fljúgðu með Framsýn

Allir þeir sem greiða til Framsýnar félagsgjald, þar með talið sumarvinnufólk,  eiga rétt á ódýru flugfargjaldi með Flugfélaginu Erni um Húsavíkurflugvöll. Verðið er aðeins kr. 7.500 á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík. Geri aðrir betur.