Category Archives: Fréttir

300 þúsund krónur á mánuði sanngjörn krafa

Starfsgreinasamband Íslands afhenti Samtökum atvinnulífsins fyrr í vikunni kröfugerð sína vegna komandi kjaraviðræðna. Samninganefnd sambandsins hefur samningsumboð sextán aðildarfélaga, þeirra á meðal er Framsýn, stéttarfélag.

Kóngurinn á Raufarhöfn

Forsvarsmenn Framsýnar og GPG funduðu á Raufarhöfn í gær um starfsemina á Raufarhöfn þar sem fyrirtækið rekur öfluga fiskvinnslu sem hefur verið að eflast ár frá ári. Farið var almennt yfir starfsemina og kaupaukakerfið í húsinu.

Við látum ekki traðka á okkur mikið lengur voru skilaboð fundarmanna.

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut, fimmtudaginn 29. janúar 2015 og hófst hann kl. 20:00. Gestur fundarins er Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.

Ánægð með samstöðuna innan SGS

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í dag. Að venju voru mörg mál á dagskrá fundarins. Miklar umræður urðu um kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem fundarmenn voru ánægðir með enda í takt við framlagðar kröfur Framsýnar.

Páskaúthlutun 2015

Félagsmenn stéttarfélaganna sem ætla að sækja um Páskaúthlutun í íbúðum stéttarfélaganna í Kópavogi/Reykjavík og/eða í orlofshúsi stéttarfélaganna á Illugastöðum eru beðnir um að gera það fyrir 10. febrúar.

Kröfugerð SGS lögð fram

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) afhenti Samtökum atvinnulífsins í gær kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögum og á vinnustöðum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannana.

Þorrablót Raufarhafnar 2015

Þorrablót Raufarhafnar verður haldið í Félagsheimilinu Hnitbjörgum þann 7. febrúar n.k. Forsala miða verður í Hnitbjörgum sama dag frá kl. 12:00 – 13:00 og er miðaverð 4.000 krónur.

55 þúsund króna skattleysi vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og annarrar endurhæfingar.

Rétt er að vekja athygli félagsmanna stéttarfélaganna á því að 55.000 króna skattleysi er vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og annarar endurhæfingar. Töluvert er um að félagsmenn fái styrki úr sjúkra- og styrktarsjóðum félaganna og því gott að vita af þessari reglu. … Continue reading

Landinn fjallar um flugsamgöngur

Samkvæmt kynningarstefi  á RÚV mun Landinn fjalla um flugsamgöngur á Íslandi  í þætti kvöldsins. Eins og kunnugt er, er sjónvarpsþátturinn Landinn sýndur á RÚV á sunnudagskvöldum og er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn á Íslandi.

Mikill einhugur á fundi samninganefndar SGS – kröfugerð samþykkt

Það er óhætt að segja að það hafi verið mikill einhugur á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands í Reykjavík í gær. Innan sambandsins eru 19 stéttarfélög. Að kröfugerðinni standa 16 aðildarfélög sambandsins þar sem svokölluð Flóabandalagsfélög (félögin á höfuðborgarsvæðinu innan SGS) … Continue reading