Category Archives: Fréttir

Orlofsuppbót 2015

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur … Continue reading

Félagar í Þingiðn athugið

Aðalfundur Þingiðnar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 26. maí  kl. 20:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn.

Fyrirtæki vilja semja – bíða ekki eftir SA

Nú um Hvítasunnuhelgina hafa fulltrúar Framsýnar átt í viðræðum við nokkur fyrirtæki á félagssvæðinu sem standa utan Samtaka atvinnulífsins um gerð kjarasamnings. Frumkvæðið hefur komið frá fyrirtækjunum. Framsýn hefur áður undirritað 23 kjarasamninga við fyrirtæki á svæðinu. Ekki er ólíklegt … Continue reading

122 milljónir til félagsmanna í atvinnuleysisbætur 2014

Atvinnuástandið á félagssvæði Framsýnar hefur allt frá hruninu 2008 verið heldur að lagast. Það sýna tölur Vinnumálastofnunar en 203 félagsmenn komu inn á atvinnuleysisskrá árið 2014. Þeir voru 209 árið 2013.

Fæði og vinnufatnaður í ferðaþjónustu

Dæmi eru um að Skrifstofu stéttarfélaganna hafi borist ábendingar frá starfsmönnum í ferðaþjónustu um að þeir séu látnir greiða að hluta fyrir fæði á vinnutíma. Rétt er að taka fram að slíkt er ólöglegt samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar.

Um 30 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði Framsýnar

Á árinu 2014 nutu 904 félagsmenn bóta úr sjúkrasjóði félagsins en voru 519 árið 2013. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 30.197.469,-. Sambærileg tala fyrir árið 2013 er kr. 29.478.415,-. Samkvæmt þessum tölum er óveruleg hækkun … Continue reading

Samþykkt að efla Vinnudeilusjóð félagsins

Á aðalfundi Framsýnar var samþykkt að heimila stjórn og trúnaðarmannaráði á forsendum 3. greinar reglugerðar Vinnudeilusjóðs Framsýnar að færa allt að kr. 100.000.000 úr félagssjóði í vinnudeilusjóð verði þörf á því í yfirstandandi kjaradeilum við Samtök atvinnulífsins og aðra þá … Continue reading

Húsavík í dag – allt að gerast

Flest bendir til þess að framkvæmdir hefjist fyrir fullt á Bakka við Húsavík í sumar við uppbyggingu á kísilmálmverksmiðju. Það er margt í loftinu sem staðfestir að framundan séu uppgangstímar á Húsavík. Einn af fjölmörgum blaðamönnum heimasíðu stéttarfélaganna fór í … Continue reading

Félagar í Þingiðn greiða atkvæði um verkfall

Samiðn ásamt VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS, Rafiðnaðarsambandi Íslands, Grafíu –(FBM) stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum og Félagi hársnyrtisveina hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun sem yrði með eftirfarandi hætti:

Vorið er komið með blóm og lömb í haga

Vorboðarnir ljúfu úr Leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í Grobbholt í vikunni sem stendur á Skógargerðismelnum við Húsavík. Um 30 börn komu ásamt starfsmönnum leikskólans. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum höfðu börnin virkilega gaman af heimsókninni.

Rekstur Framsýnar til mikillar fyrirmyndar

Huld Aðalbjarnardóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, kynnti ársreikning Framsýnar á aðalfundi félagsins fyrir árið 2014. Á árinu greiddu 2.378 félagsmenn til félagssjóðs Framsýnar á móti 2.265 á árinu 2013. 1.194 karlar og 1.184 konur. Iðgjöld félagsins námu 124.077.077 kr. á móti … Continue reading

Lausar vikur í orlofshúsum sumarið 2015

Eftir úthlutun til félagsmanna sem sóttu um orlofshús fyrir auglýstan tíma eru nokkrar vikur lausar. Endilega hafið samband ef ykkur vantar viku í orlofshúsi í sumar kæru félagsmenn. Þessar vikur eru lausar:

Hákon kveður eftir áratuga starf

Aðalfundur orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum var haldinn síðastliðinn föstudag. Á fundinum lét Hákon Hákonarson af störfum sem formaður stjórnar orlofsbyggðarinnar en stjórnarseta hans spannar orðið yfir 38 ár.

14 milljónir í fræðslustyrki til félagsmanna

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2014 fengu 311 félagsmenn greiddar 12.439.189,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2013 var kr. 10.036.496.

Verkfallsaðgerðir verslunar- og skrifstofufólks

Félagar í Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar (DVS) hafa samþykkt að hefja verkfallsaðgerðir. Aðgerðirnar ná yfir starfsmenn sem vinna eftir kjarasamningi Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Sjá verkfallsdaga:

Villa í auglýsingu um verkfallsboðun

Í Skránni í dag er auglýsing um næstu verkfallsaðgerðir þeirra sem fara eftir kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn á aðild að. Þar kemur fram að mönnum beri að leggja niður vinnu 19. og 20. maí. Að sjálfsögðu á … Continue reading

GPG- Fiskverkun greiðir mest til Framsýnar

Á aðalfundi Framsýnar kom fram að GPG-Fiskverkun greiddi mest allra sveitarfélaga/stofnana og fyrirtækja í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,9 milljónir á árinu 2014. Þar á eftir kemur sveitarfélagið Norðurþing með 9 milljónir.

Líflegar umræður um kjaramál og ályktað

Miklar umræður urðu um kjaramál á fjölmennum aðalfundi Framsýnar þriðjudaginn 19. maí. Formaður hafði framsögu um málið. Hann fór yfir undirbúning félagsins við mótun kröfugerðar fyrir félagsmenn sem starfa eftir mismunandi kjarasamningum.

Boðuð verkföll félagsmanna Framsýnar – tímasetningar

Töluvert hefur verið spurt út í verkfallsaðgerðirnar, það er hvenær verkföllin hefjast. Það er hjá verslunar- og skrifstofufólki annars vegar og almennu verkafólki hins vegar. Hér koma upplýsingar hvað þetta varðar.

Reiði og gleði á aðalfundi Framsýnar

Aðalfundur Framsýnar fór fram þriðjudaginn 19. maí. Fundurinn var vel sóttur og gekk vel fyrir sig. Mörg mál voru á dagskrá fundarins auk þess sem gögn úr rekstri félagsins voru lögð fram. Ánægja kom fram á fundinum með starfsemi og … Continue reading