Category Archives: Fréttir

Skrifstofan lokar kl. 15:30 á miðvikudaginn

Vegna ferðar starfsmanna  upp á Þeistareyki á morgun, miðvikudag, verður Skrifstofa stéttarfélaganna lokuð frá kl. 15:30 miðvikudaginn 1. október.

Menningadagar á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur verður haldinn á Raufarhöfn laugardaginn 4. október. Dagurinn er liður í menningardögum á Raufarhöfn sem standa frá 28. september til 4. október.

Framsýn á fjöll

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félagsins munu fara á Þeistareyki á miðvikudaginn til að kynna sér framkvæmdirnar sem þar eru í gangi og miða að því að þar rísi orkustöð fyrir væntanlega stóriðju á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson … Continue reading

Ráðherra boðar til fundar

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra varð við beiðni Framsýnar í dag og boðaði fulltrúa félagsins til fundar í Reykjavík næsta fimmtudag til að fara yfir ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember 2014.

Góður fundur um lífeyrissjóðsmál

Framsýn stóð fyrir góðum félagsfundi um lífeyrissjóðsmál síðasta þriðjudag. Gestur fundarins var Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lsj. Stapa. Kári fór yfir stöðu sjóðsins og horfur auk þess að kynna nýtt réttindakerfi sem er til skoðunar að taka upp hjá sjóðnum.

Ályktað á fundi LÍV

Formannafundur LÍV var haldinn í Reykjavík sl. mánudaginn. Fundinn sóttu fh. Framsýnar Jóna Matthíasdóttir og Jónína Hermannsdóttir. Fundarmenn fengu kynningu á nýútkominni launakönnun VR en þar kom m.a. fram að kaupmáttur ráðstöfunartekna er svipaður og í upphafi árs 2005.

Einar Magnús í stjórn ASÍ-UNG

Þriðja þing ASÍ-UNG var haldið 12. september 2014 undir yfirskriftinni „Samfélag fyrir alla … líka unga fólkið“. Á þinginu fjölluðu Henný Hinz og Ari Eldjárn m.a. um tekjuskiptingu í samfélaginu og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Þingið sóttu 26 þingfulltrúar og … Continue reading

Munið félagsfundin um lífeyrismál í dag

Við skorum á félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar sem aðild eiga að Lífeyrissjóðnum Stapa að láta sjá sig á félagsfundi um lífeyrirsmál og nýtt réttindakerfi sem er til skoðunnar hjá sjóðnum. Kári Arnór Kárason framkvæmdastóri sjóðsins verður gestur fundarins og fer … Continue reading

Ga, ga stjórnsýsla

Það hefur verið mjög sérstakt að fylgjast með umræðunni um flutning á Fiskistofu til Akureyrar. Samkvæmt fréttum bauð sjávarútvegsráðherra starfsmönnum 3 milljónir í flutningsstyrk tækju þeir ákvörðun um að flytjast til Akureyrar með stofnuninni. Á sama tíma ætlar annar ráðherra … Continue reading

Hafa áhyggjur af stöðu mála – veiðiheimildir tapast

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar fyrir helgina kom fram að menn hafa miklar áhyggjur af þeim mikla flutningi sem verið hefur á aflaheimildum frá Húsavík í önnur byggðalög. Þar eru menn að horfa til þess að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. … Continue reading