Category Archives: Fréttir

Jólaúthlutun orlofsíbúða

Félagsmenn sem ætla að sækja um dvöl í orlofsíbuðum Þingiðnar og Framsýnar um jól og eða áramót í Reykjavík/Kópavogi eru beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 11. nóvember. Verði eftirspurn meiri en framboð verður dregið úr hópi … Continue reading

Þarft þú að senda frakt?

Framsýn hefur gengið frá samningi við Flugfélagið Erni um 30% afslátt af frakt sem félagsmenn þurfa að senda með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir jafnframt fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Samfélag fyrir alla

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst í næstu viku, það er miðvikudaginn 22. október og stendur fram á föstudag. Þingið ber yfirskriftina, Samfélag fyrir alla, jöfnuður og jöfn tækifæri. Framsýn á rétt á fjórum fullrúum og Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga … Continue reading

Undirbúningur á fullu

Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sitja nú á fundum í Reykjavík. Unnið er að því að klára mótun á kröfugerð sem lögð verður fyrir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins í kjölfarið. Að kröfugerðinni standa 16 félög inna Starfsgreinasambandsins.

Kveðjustund með Boggu

Forsvarsmenn og starfsmenn Framsýnar áttu ljúfa stund með Kristbjörgu Sigurðar á föstudaginn. Kristbjörg lét af störfum sem varaformaður félagsins í vor. Að því tilefni var ákveðið að bjóða henni í óvissuferð um helgina sem tókst í alla staði mjög vel … Continue reading

Samið við Fjallalamb

Framsýn hefur gengið frá samningi við Fjallalamb um kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin kjör og bónusgreiðslur í sláturtíðinni. Starfsmenn geta nálgast samninginn á kaffistofu fyrirtækisins eða á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Viltu gista í fallegri sveit

Félagsmönnum stéttarfélaganna býðst ódýr gisting og morgunverður á Lamb inn á Öngulsstöðum, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið í Eyjafirði.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.lambinn.is Vetrarverð 2014-15 … Continue reading

Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á RÁÐHÚSIÐ APARTMENT HOTEL, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.radhusid.is s. 571 7201 .Vetrarverð … Continue reading

Metta hundruðir daglega

Formanni Framsýnar var boðið í heimsókn í  Borgarhólsskóla í dag til að skoða mötuneyti skólans. Þar voru fjórir starfsmenn á fullu við að afgreiða 450 nemendur og starfsmenn skólans í hádeginu auk nemenda úr Framhaldsskólanum á Húsavík.

Funduðu með ráðherra

Fulltrúar Framsýnar funduðu með Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra fyrir helgina. Tilefni fundarins var að ræða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík 1. desember n.k.