Category Archives: Fréttir

Jóla og nýárskveðja frá fyrirtækjum og félagasamtökum

Hér má sjá myndband með kveðju frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Húsavík sem bræðurnir Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir tóku saman.

Ilmandi skötulykt

GPG-Fiskverkun á Húsavík bauð starfsmönnum, völdum gestum og viðskiptavinum í skötuveislu í hádeginu í dag. Skatan og meðlætið bragðaðist afar vel og voru helstu matgæðingar á því að verkunin í ár væri með besta móti.

Gjöf til bókasafnsins á Þórshöfn

Sparisjóður Norðurlands og Verkalýðsfélag Þórshafnar tóku höndum saman og studdu myndarlega við lestrarhesta í byggðinni.

Stjórn í jólaskapi

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær. Tekin voru fyrir nokkur mál s.s. málefni Lsj. Stapa, tvö erindi frá ASÍ, ákvörðun Vinnumálastofnunar um að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík og þá var samþykkt að styrkja velferðarverkefni á félagssvæðinu. Þar … Continue reading

Vísir hf. tapaði máli í Félagsdómi

Félagsdómur hefur kveðið upp dóm í máli Alþýðusambandsins, f.h. SGS vegna Framsýnar stéttarfélags gegn Samtökum atvinnulífsins vegna Vísis hf.

Samanburður milli ára – konfekt og kaffi hækka um tugi prósenta

Verð á jólamat hefur hækkað nokkuð í verði síðan í desember 2013 í flestum verslunum. Þó má finn all nokkur dæmi um verðlækkanir. Verslanirnar Bónus, Víðir og Samkaup-Úrval hafa frekar lækkað verð en hækkað.

Þingiðn fundar á morgun

Stjórn Þingiðnar mun koma saman til síðasta fundar ársins á morgun. Mörg mál eru á dagskrá fundarins. Sjá dagskrá:

Framsýn krefst hærri launa fyrir láglaunafólk

Framsýn stéttarfélag leggst gegn samræmdri launastefnu og telur að hún hafi haldið niðri launum í þeim greinum atvinnulífsins sem hafi haft burði til að greiða hærri laun en raun ber vitni s.s. sjávarútvegur, iðnaður og ferðaþjónusta.

Bakherbergið: Gjá milli stjórnenda og fólksins á gólfinu

Þessa  greiningu á kjaramálum má lesa inn á þeim ágæta vefmiðli kjarninn.is. Vonandi verður hún til þess að verkalýðsforystan standi í fæturna í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins:

Uppskeruhátíð hjá Framsýn

Stjórn Framsýnar, trúnaðarmannaráð, trúnaðarmenn félagsins, stjórnir deilda og starfsmenn stéttarfélaganna tóku þátt í loka fundi Framsýnar á árinu 2014 sem fram fór síðasta föstudag, það er jólafundi félagsins.