Category Archives: Fréttir

Þrjátíu ár frá verkfalli BSRB – Ljósmyndasýning opnuð af því tilefni

Fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni verður sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á 1.hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89.

Þingmenn svara

Framsýn hefur skorað á þingmenn kjördæmisins að gefa upp afstöðu þeirra til þess að Vinnumálastofnun loki þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík eftir mánuð, það er 1. desember. Svör eru farin að berast. Fyrstur til að svara er Kristján L. Möller sem … Continue reading

„Skiljum ekki svona reikningsdæmi“

Vinnumálastofnun hefur boðað að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík verði lokað í byrjun desember. Stéttarfélagið Framsýn harmar þessa ákvörðun og kallar eftir því að þingmenn kjördæmisins fjalli um málið.

Ánægjuleg stund á Laugum

Fulltrúum Framsýnar var boðið að koma í heimsókn í framhaldsskólann á Laugum í dag. Það er í tíma í fjármálalæsi og tölfræði. Hlutverk gestanna frá Framsýn var að útskýra launaseðla og útreikning á sköttum og öðrum gjöldum sem leggjast á … Continue reading

Fréttabréf væntanlegt

Fréttabréf stéttarfélaganna fór í prentun í dag og er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Að venju er blaðið fullt af fréttum. Sérstaklega er fjallað um vinnustaðaheimsóknir undanfarna mánuði sem og samninga sem félögin hafa gert varðandi gistimöguleika félagsmanna í … Continue reading

Kallað eftir afstöðu þingmanna

Í bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag óskar stéttarfélagið Framsýn eftir afstöðu þingmanna kjördæmisins til lokunar á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík þann 1. desember 2014, sjá bréfið:

Góðu þingi ASÍ lokið

41. þing Alþýðusambands Íslands fór fram í síðustu viku á Hótel Nordica í Reykavík. Um 300 fulltrúar sátu þingið frá aðildarfélögum ASÍ, en rúmlega 100 þúsund félagsmenn eru innan sambandsins. Það er því óhætt að segja að ASÍ sé fjöldahreyfing. … Continue reading

Þingfulltrúar komnir heim

Þingi Alþýðusambands Íslands lauk í gær en þingið var haldið á Hótel Nordica í Reykjavík. Framsýn átti fjóra fulltrúa á þinginu og Þingiðn einn. Í heildina voru rétt um 300 þingfulltrúar á 41. þingi ASÍ.

Stjórn Framsýnar fundar í Skógum

Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Fundurinn verður haldinn í Skógum í Fnjóskadal. Fulltrúi frá Vaðalheiðargöngum mun koma á fundinn og fræða stjórn Framsýnar um stöðu mála. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Konur tökum þátt

Nú er bleikur mánuður, sem þýðir að athygli er vakin á nauðsyn þess að fara í krabbameinsleit. Leghálskrabbamein er annað algengasta krabbamein í heimi hjá konum og tiltölulega algengt meðal ungra kvenna.