Fundur í stjórn Framsýnar

Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar  þriðjudaginn 9. desember  kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Meðal mála sem verða til umræðu eru málefni Vinnumálastofnunar, vinnustaðaheimsóknir og kjara- og atvinnumál.

Þingmenn svara

Framsýn hefur skorað á þingmenn kjördæmisins að gefa upp afstöðu þeirra til þess að Vinnumálastofnun loki þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík eftir mánuð, það er 1. desember. Svör eru farin að berast. Fyrstur til að svara er Kristján L. Möller sem skrifar til félagsins: Read more „Þingmenn svara“

Fréttabréf væntanlegt

Fréttabréf stéttarfélaganna fór í prentun í dag og er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Að venju er blaðið fullt af fréttum. Sérstaklega er fjallað um vinnustaðaheimsóknir undanfarna mánuði sem og samninga sem félögin hafa gert varðandi gistimöguleika félagsmanna í Reykjavík og á Akureyri.

Góðu þingi ASÍ lokið

41. þing Alþýðusambands Íslands fór fram í síðustu viku á Hótel Nordica í Reykavík. Um 300 fulltrúar sátu þingið frá aðildarfélögum ASÍ, en rúmlega 100 þúsund félagsmenn eru innan sambandsins. Það er því óhætt að segja að ASÍ sé fjöldahreyfing. Helstu málefni þingsins voru kjaramál, vinnumarkaðsmál, velferðarmál og jafnréttismál. Read more „Góðu þingi ASÍ lokið“