Vísismálið til umræðu í Félagsdómi

Síðasta miðvikudag fór fram  málflutningur í Félagsdómi í máli Starfsgreinasambands Íslands fh. Framsýnar gegn Vísi hf. vegna starfsmanna fyrirtækisins á Húsavík. Forsagan er sú að Vísir lokaði starfsstöð fyrirtækisins á Húsavík með mánaðar fyrirvara í vor. Uppsögnin kom til framkvæmda 1. maí. Málið er afar athyglisvert en Vísir hefur lagt mikið í vinnsluna á Húsavík á umliðnum árum. Read more „Vísismálið til umræðu í Félagsdómi“

Útboð á Þeistareykjavirkjun

Í Morgunblaðinu um helgina er auglýsing frá Landsvirkjun þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar. Verkið fellst í byggingu stöðvarhúss og þróa undir kæliturna. Stöðvarhúsið er um 127×43 metrar að grunnfleti, en húsið skiptist í vélaasali, tengibyggingu og þjónustukjarna auk grófvinnuverkstæðis. Read more „Útboð á Þeistareykjavirkjun“

Fundað um sérmál Starfsgreinasambandsins í dag

Fulltrúar frá Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins munu funda í dag um sérmál hópa innan sambandsins. Formaður Framsýnar tekur þátt í þessari vinnu en hann fer fyrir hópi sem ber ábyrgð á veitinga- og gistihúsasamningnum og hefst fundurinn kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara en hann fór suður í gærkvöldi. Read more „Fundað um sérmál Starfsgreinasambandsins í dag“

Vinnumarkaðsráð mótmælir lokun á Húsavík

Í gær var haldinn sameiginlegur fundur Vinnumarkaðsráðanna á Norðurlandi eystra og Austurlandi í Mývatnssveit. Í ráðinu sitja fulltrúar frá sveitarfélögum, stjórnvöldum, atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni. Nokkur mál voru á dagskrá fundarins. Meðal mála sem voru tekin fyrir er ákvörðun Vinnumálastofnunar að loka þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík um næstu mánaðamót. Read more „Vinnumarkaðsráð mótmælir lokun á Húsavík“