Hugur í fundarmönnum – myndband

Framsýn stóð fyrir félagsfundi um kjaramál fyrir helgina. Hér má sjá nokkur viðtöl sem tekin voru við fundarmenn og aðra sem áttu leið á skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgina. Það var margmiðlunarfyrirtækið TimeRules sem tók upp viðtölin.

Fjölmennur félagsfundur – Um hvað sömdu flugmenn?

Vel var mætt á félagsfund Framsýnar um kjaramál í gær. Setið var í flestum stólum. Í upphafi fundar fór formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, yfir síðustu kjarasamninga og viðræður Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins um sérmál sem verið hafa til umæðu milli aðila á samningafundum í vetur. Read more „Fjölmennur félagsfundur – Um hvað sömdu flugmenn?“

Félagar, munið fundinn í dag

Framsýn stendur fyrir félagsfundi í dag um kjaramál. Áríðandi er að félagsmenn komi á fundinn og komi sínum áherslum á framfæri við forsvarsmenn félagsins. Sjáumst kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna.

Skýrar reglur gilda um aksturs- og hvíldartíma ökumanna sem starfa við snjómokstur og hálkuvarnir

Alþýðusamband Íslands í samstarfi við Vegagerðina hefur gefið út minnisblað um aksturs- og hvíldartíma ökumanna við snjóruðning og hálkuvarnir í vetraþjónustu, en nokkur óvissa hefur verið um það hvaða reglur gilda við slíka vinnu. Read more „Skýrar reglur gilda um aksturs- og hvíldartíma ökumanna sem starfa við snjómokstur og hálkuvarnir“

Hugur í mönnum

Samninganefnd Starfsgreinasamband Íslands kom saman til fundar í gær í Karphúsinu. Mikill hugur er í samninganefndinni og greinilegt er að viðhorf Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands fara ekki saman hvað varðar væntingar um launahækkanir í næstu kjarasamningum. Read more „Hugur í mönnum“