Hvar eru þingmennirnir?

Nokkrir atvinnurekendur og forsvarsmenn stéttar- og félagasamtaka tóku tal saman á götuhorni á Húsavík. Að sjálfsögðu voru mörg hagsmuna- og framfaramál á svæðinu tekin til umræðu s.s. atvinnuástandið, uppbyggingin á Bakka, sjávarútvegsmál, flutningur á kvóta úr bænum og þróunin sem orðið hefur í ferðaþjónustu á svæðinu sem er sífellt að eflast. Read more „Hvar eru þingmennirnir?“

Vinnustaðarölt um Þórshöfn

Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, var boðið í vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn í gær. Með í för var Kristín Kristjánsdóttir starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Komið var við hjá Langanesbyggð, Samkaupum, Samskipum, Naustinu, frystihúsi ÍV og leikskólanum á Þórshöfn. Gestunum var alls staðar vel tekið en nokkuð var um veikindi á vinnustöðum. Sjá myndir: Read more „Vinnustaðarölt um Þórshöfn“

130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 3,6% í janúar. Að meðaltali voru 5.727 atvinnulausir og fjölgaði þeim um 97 milli mánaða. Hlutfallslegt atvinnuleysi á Norðurlandi eystra var nokkuð hátt eða 3,8%. Aðeins á Suðurnesjunum var hærra atvinnuleysi eða 5,8% af áætluðum mannafla. Read more „130 einstaklingar án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum“

Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður á Þórshöfn á morgun í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Hann mun fara milli vinnustaða og heimsækja starfsmenn auk þess að spjalla við þá félagsmenn sem hafa óskað eftir að hitta Aðalstein í ferðinni. Nánar verður fjallað um ferðina á heimasíðunni síðar í þessari viku. Read more „Formaður Framsýnar gestur á Þórshöfn“