Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, tók daginn snemma í morgun og fór í heimsókn í Reykjahlíðarskóla. Skólinn er öflugur grunnskóli í Mývatnssveit. Markmiðið með heimsókninni var að fræða elstu nemendur skólans um vinnumarkaðinn og tilgang stéttarfélaga. Fjörugar umræður sköpuðust milli nemendanna og verkalýðsforingjans. Að sögn formannsins voru nemendurnir einstaklega skemmtilegir og hressir. Sjá myndir: Read more „Líf og fjör í Reykjahlíðarskóla“

Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun

Formanni Framsýnar var boðið í gær að heimsækja fiskverkun GPG á Húsavík sem er með öflugri vinnustöðum á Húsavík. Vinnslan var skoðuð auk þess sem formaður sat fyrir svörum á fundi með starfsmönnum. Um þessar mundir starfa um 40 manns hjá fyrirtækinu á Húsavík, það er í landvinnslu. Fyrirtækið er einnig með starfstöðvar á Snæfellsnesinu og á Raufarhöfn auk þess að halda úti útgerð. Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni. Read more „Allt í fullum gangi hjá GPG-Fiskverkun“

Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að jafna húshitunarkostnað á landinu. Samkvæmt frumvarpinu verður kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma að fullu niðurgreiddur frá og með byrjun næsta árs. Read more „Athyglisvert frumvarp – jöfnun húshitunarkostnaðar“

Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar

Í samkomulagi sem Starfsgreinasamband Íslands undirritaði við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs 1. apríl 2014 var sérstaklega samið um eingreiðslu til handa þeim þeim starfsmönnum sem heyra undir kjarasamning SGS við ríkið sem Framsýn á aðild að. Eingreiðslan nemur 20.000 kr. og átti að greiðast þann 1. apríl síðastliðin. Read more „Hækkun til ríkisstarfsmanna innan Framsýnar“

Húsavík í dag

Það er búið að vera fallegt verður á Húsavík í dag og reyndar um alla páskana. Fjölmargir hafa verið á ferðinni og farið í langa göngutúra í góða veðrinu. Þá er töluvert um ferðamenn á Húsavík og voru bílastæðin í miðbænum full af bílaleigubílum. Read more „Húsavík í dag“

Boðað til fundar í Framsýn strax eftir páska – atkvæðagreiðsla að hefjast

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar mun koma saman til fundar strax eftir páska, það er þriðjudaginn 7. apríl. Á fundinum verður tekin ákvörðun um atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal félagsmanna Framsýnar síðar í apríl. Um verður að ræða rafræna atkvæðagreiðslu. Read more „Boðað til fundar í Framsýn strax eftir páska – atkvæðagreiðsla að hefjast“

Umsókn um orlofshús

Félagar! Umsóknarfrestur um orlofshús á vegum stéttarfélaganna er til 8. apríl 2015. Vinsamlegast sækið um fyrir þann tíma. Frekari upplýsingar um orlofshúsin eru í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna.

Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) lýsir miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tæknimannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verkfallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameiginlegar aðgerðir sé að ræða. Read more „Yfirlýsing frá Starfsgreinasambandi Íslands vegna úrskurðar félagsdóms“