Góður fundur um atvinnumál á vegum PCC

Þýska fyrirtækið PCC sem ætlar að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík og sveitarfélagið Norðurþing stóðu fyrir opnum íbúafundi á Húsavík í gær. Fundurinn fór fram í fundarsal stéttarfélaganna. Á fundinum var farið sérstaklega yfir uppbyggingu kísilvers PCC BakkiSilikon hf. á Bakka og uppbyggingu hafnar og vegtengingar vegna Bakka. Read more „Góður fundur um atvinnumál á vegum PCC“

Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar ath.

Skrifstofa félagsins á Þórshöfn verður lokuð vegna sumarleyfis starfsmanns dagana 30.júní 1.júlí og 2.júlí n.k. Starfsmaður, Kristín Kristjánsdóttir, verður með símann 894-7360 og bústaðabókina ef á liggur. Eyþór Atli í síma 897-0260 mun afhenda félagsmönnum flugfarseðla,sé þess þörf.  Verkalýðsfélag Þórshafnar

Til hamingju með daginn!

Í dag föstudaginn 19. júní 2015 minnumst við þess að að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þann dag var stigið stórt skref í jafnréttismálum hér á landi og lögin miðuðust ekki eingöngu við konur. Þau giltu einnig um alþýðu fólks á Íslandi, vinnumenn og eignalausir karlmenn öðluðust með þeim hinn sama rétt. Read more „Til hamingju með daginn!“

Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn

Framsýn og Verkalýðsfélag Þórshafnar leggja mikið upp úr því að félagsmenn séu vel meðvitaðir um helstu atriði þeirra kjarasamninga sem hafa verið undirritaðir undanfarið og varða félagsmenn þessara félaga. Með þessari frétt fylgja myndir frá tveimur fundum sem haldnir voru á Þórshöfn og Raufarhöfn. Fundirnir voru ágætlega sóttir. Read more „Kynningarfundir á Raufarhöfn og Þórshöfn“

Fæ ég koss í kaupbæti?

Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Read more „Fæ ég koss í kaupbæti?“

Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag

Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag, það voru bræðurnir Pétur og Skarphéðinn Olgeirssynir. Athöfnin fór fram í sal  Miðhvamms þar sem Slysavarnardeild kvenna stóð fyrir sjómannadagskaffi. Fjölmenni var við athöfnina sem fór vel fram. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra bræðra sem má lesa hér: Read more „Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag“