Unnið að vegagerð

Á næstu dögum verður hægt að keyra frá Húsavík upp á Þeistareyki á góðum vegi. Undanfarið hefur verið unnið að því að ganga frá veginum sem verður þvílík samgöngubót fyrir þá sem þurfa að leggja leið sína um Reykjaheiðina. Hér má smá mynd sem tekin var í dag þegar undirbúningur var á fullu fyrir endanlegan frágang á veginum.   Read more „Unnið að vegagerð“

Framkvæmir ganga vel

Fulltrúar Framsýnar voru á Þeistareykjum fyrir helgina vegna fundar um öryggismál á svæðinu. Mikið er lagt upp úr því að hafa allt í besta lagi og markmið Framsýnar er að svo verði á uppbyggingartímabilinu. Nefnd á vegum verktakans LNS Saga fundar reglulega með nokkrum hagsmunaðilum þar sem farið er yfir þróun mála. Hér má sjá myndir sem teknar voru fyrir helgina í kuldanum á Þeistareykum þar sem hlutirnir eru að gerast. Read more „Framkvæmir ganga vel“

Stéttarfélögin með fræðslu fyrir Vinnuskóla Norðurþings

Fyrir helgina komu hressir unglingar úr Vinnuskóla Norðurþings í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Tilgangur heimsóknarinnar var að líta við og fá fræðslu um starfsemi stéttarfélaga. Auk fræðslunnar var unglingunum boðið upp á veitingar og húfur enda nokkuð kalt í veðri þessa dagana. Sjá myndir: Read more „Stéttarfélögin með fræðslu fyrir Vinnuskóla Norðurþings“

„Lífið er gott.“

Það er komið fram í miðjan júní. Ég fylgist með kindum nágranna minna út um gluggann þar sem þær ráfa eirðarlausar fram og til baka með túngirðingunni í leit að glufu til að komast út. Teygja snoppuna út á milli möskvanna eftir gróðrinum sem vex utan girðingar. Þær þrá frelsið til fjalla og ég skil þær svo vel. Read more „„Lífið er gott.““

Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var á Þeistareykjum í dag en hann gegnir jafnframt hlutverki sem yfirtrúnaðarmaður á staðnum meðan ekki hefur verið gengið frá ráðningu í starfið. Stéttarfélögin, Framsýn og Þingiðn, hafa ákveðið að halda úti öflugri þjónustu á svæðinu í fullu samráði við hlutaðeigandi aðila á svæðinu s.s. Landsvirkjun og LNS Saga. Read more „Kalt á Þeistareykjum í dag – sjá myndir“

Veröld sem var … og er

Víkur og Loðmundarfjörður er samheiti yfir það svæði sem liggur á milli Borgarfjarðar eystri og Seyðisfjarðar. Þar var í eina tíð blómleg byggð þar sem íbúar, líkt og flestir aðrir landsmenn á þeim tíma byggðu afkomu sína á landbúnaði og sjósókn. Lommfirðingar urðu rúmlega 140 þegar flest var og mannfjöldi fór í annað eins um tíma í Víkum. Read more „Veröld sem var … og er“

STH- Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

„Það er mikill áfangi og ánægjuefni að endurskoðun starfsmatsins sé lokið enda hefur þessi vinna staðið yfir í langan tíma. Mestu skiptir að hún skilar yfirgnæfandi meirihluta okkar félagsmanna hækkun launa en hún er að jafnaði um 3,3%,“ segir Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna sem nú liggur fyrir. Read more „STH- Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa“

Þingiðn – Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna

Nú stendur yfir kosning um þá kjarasamninga Þingiðnar sem gerðir hafa verið við Samtök atvinnulífsins, Félag pípulagningameistara, Bílgreinasambandið, Samband garðyrkjubænda og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Kosningunni lýkur 15. júlí og ætti niðurstaðan að liggja fyrir um miðjan dag. Read more „Þingiðn – Góð kosningaþátttaka gefur skýra niðurstöðu um vilja félagsmanna“