Svo orti Friðrik

Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna leggur mikið upp úr því að þjónusta vel þá fjölmörgu starfsmenn sem þegar eru komnir vegna framkvæmdanna á svæðinu er tengist uppbyggingunni á Bakka. Mývetningurinn Friðrik Steingrímsson er einn af þeim fjölmörgu starfsmönnum sem vinna á Þeistareykum og er auk þess hagyrðingur góður. Read more „Svo orti Friðrik“

„Sjálfboðaliðar“ tímasprengja hjá bændum og ferðaþjónustuaðilum

Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist í sumar fyrirspurnir frá starfsfólki sem starfar hjá bændum við hefðbundin landbúnaðarstörf og ferðaþjónustu. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að bændum ber að greiða öllum starfsmönnum að lágmarki laun samkvæmt 10 launaflokki kjarasamnings Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands. Read more „„Sjálfboðaliðar“ tímasprengja hjá bændum og ferðaþjónustuaðilum“

Stéttarfélögin fjárfesta í bifreið

Vegna aukinna umsvifa í starfsemi stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum ekki síst vegna framkvæmda á Þeistareykjum og Bakka hafa félögin fjárfest í notaðri bifreið að Nissan gerð. Stéttarfélögin verða með starfsstöð á Þeistareykjum sem opnuð verður formlega síðar í þessum mánuði og verða ferðir starfsmanna stéttarfélaganna því tíðar upp á Þeistareyki. Read more „Stéttarfélögin fjárfesta í bifreið“

Glæsileg hrútasýning og rúmlega það

Fjáreigendafélag Húsavíkur í samstarfi við karlakórinn Hreim, handverkshúsið Kaðlín, Norðlenska og Markaðsráð kindakjöts stóðu fyrir einstakalega skemmtilegir kvöldstund í Skansinum við Hvalasafnið í gær. Mikið fjölmenni var á staðnum og skemmtu allir sér afar vel. Hrúturinn Valur sem er í eigu frístundabóndans Friðriks Jónassonar og fjölskyldu sigraði hrútakeppnina . Annar varð hrúturinn Daði sem er í eigu Grobbholtsbænda. Yfirdómari var Gunna Dís bæjarstjórafrú. Sjá myndir: Read more „Glæsileg hrútasýning og rúmlega það“