Eftirlitsferð um Bakka

Fulltrúi frá Framsýn fór í dag í eftirlitsferð um Bakka með fulltrúa frá PCC. Þessar vikurnar er unnið að því að gera lóðina klára undir byggingu á kísilmálmverksmiðju auk þess sem verið er að reisa þorp fyrir um 400 manns á svæðinu. Þá verður einnig komið fyrir mötuneyti og skrifstofuhúsnæði við lóðina á Bakka. Sjá myndir sem teknar voru í dag. Read more „Eftirlitsferð um Bakka“

Eru verðmætin í jafnréttinu falin?

Jafnréttisnefnd ASI stóð þann 12. nóvember fyrir ráðstefnu um jafnréttismál og var hún haldin á Icelander Hotel Natura í Reykjavík.Yfirskrift ráðstefnunnar var Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan – eru verðmætin í jafnréttinu falin? Ráðstefnan var öllum opin og þar áhugaverðir fluttir fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er lúta að þeim málaflokki. Read more „Eru verðmætin í jafnréttinu falin?“

Námskeið – Fjármál við starfslok

Íslandsbanki á Húsavík í samstarfi við VÍB og Framsýn efnir til opins fundar í fundarsal stéttarfélaganna fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17:00-18:30. Valdimar Pálsson, ráðgjafi hjá VÍB, fjallar um fjármál við starfslok og leitast við að svara áleitnum spurningum sem oft brenna á fólki við þessi tímamót. Boðið verður upp á kaffiveitingar og að sjálfsögðu eru allir áhugasamir um þessi mál velkomnir á fundinn. Sjá auglýsingu: Read more „Námskeið – Fjármál við starfslok“

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?

Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi stéttarfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi stéttarfélagi. Kjör trúnaðarmanna gildir í tvö ár. Read more „Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað?“