Eðvarð afturhald

Eðvarð vaknaði upp með andfælum þriðju nóttina í röð frá því hann kom aftur frá árlegri ferð sinni til suð-austur Spánar. Hann hafði nefnilega horfst í augu við dauðann í ferðinni. Ótrúlegt en satt þá var það ekki kólesterólið eða blóðþrýstingurinn í þetta sinn heldur spænska strandgæslan. Read more „Eðvarð afturhald“

Moka út hangikjöti

Farðu frá með myndavélina! Björn Víkingur Björnsson er hér að bera rjúkandi hangikjöt frá Fjallalambi út í bíl sem var að taka hangikjöt hjá fyrirtækinu í dag. Björn Víkingur sem fer fyrir fyrirtækinu sagði mikið að gera við verkun á hangikjöti enda kjötið afar vinsælt meðal landsmanna. Hangikjötið mun án efa verða á borðum margra fjölskyldna um jólin og á þorrablótum eftir áramótin. Read more „Moka út hangikjöti“

Einingum skipað í land

Skip halda áfram að koma til Húsavíkur með húseiningar vegna framkvæmdanna sem tengjast uppbyggingunni á Bakka. Eins og kunnugt er er risin byggð á Þeystareykjum, við Bakka og þá mun LNS reisa þriðju vinnubúðirnar við Húsavíkurhöfða sem tengjast framkvæmdum við jarðgöngin í gegnum Húsavíkurhöfða og hafnarframkvæmdum á Húsavík. Read more „Einingum skipað í land“

Þriðja fjölmennasta félagið

Um þessar mundir stendur yfir atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Framsýn á aðild að. Samkvæmt fyrirliggjandi kjörskrá er Framsýn þriðja fjölmennasta félagið innan Starfsgreinasambandsins er varðar fjölda þeirra sem eru á kjörskrá þeirra 15 stéttarfélaga sem aðild eiga að samningnum. Read more „Þriðja fjölmennasta félagið“

Blendnar tilfinningar hjá starfsmönnum sveitarfélaga

Framsýn stóð fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi. Framsýn á aðild að samningnum. Þrátt fyrir slæmt veður gerðu menn sér ferð á fundinn enda mikilvægt að fólk sé vel inn í sínum málum er varðar kjör og réttindi á vinnumarkaði. Read more „Blendnar tilfinningar hjá starfsmönnum sveitarfélaga“

Nemendur FSH í kynningu

Nokkrir nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík komu í heimsókn í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fræðast um starfsemi félaganna og almennt um atvinnulífið. Gestirnir fengu kynningu auk þess sem þeir voru duglegir að bera fram spurningar um atvinnulífið enda voru þau að vinna verkefni tengdu heimsókninni. Sjá myndir: Read more „Nemendur FSH í kynningu“

Fundað á Þeistareykjum

Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum G&M á Þeistareykjum í vikunni. Pólska fyrirtækið hefur síðustu mánuði unnið að því að byggja upp stöðvarhúsið á Þeistareykjum. Hlé verður gert á uppbyggingunni um áramótin en síðan verður verkinu haldið áfram á nýju ári. Tæplega 80 pólskir starfsmenn hafa komið að verkinu fram að þessu. Á fundinum í gær var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni, kosningu hlaut Lukas Lenarczyk. Read more „Fundað á Þeistareykjum“