Huld lætur af störfum hjá stéttarfélögunum

Huld Aðalbjarnardóttir fjármála- og skrifstofustjóri hefur látið hafa störfum hjá stéttarfélögunum.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur tekið við starfi hennar sem fjármálastjóri stéttarfélaganna. Lísa hefur víðtæka reynslu og menntun er viðkemur bókhaldi og fjármálastjórnun. Lísa er með BS í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár starfað hjá Norðursiglingu og þar áður hjá endurskoðunarfyrirtækjunum ENOR og PwC.  Lísa var í sumar ráðin tímabundið til starfa hjá stéttarfélögunum, það er fram að næstu áramótum, ráðning hennar hefur nú verið framlengd ótímabundið.

Huld eru þökkuð vel unnin störf í þágu stéttarfélaganna um leið og henni er óskað velfarnaðar í framtíðinni. Huld hefur verið góður samstarfsfélagi í gegnum tíðina og unnið störf sín af mikilli alúð og samviskusemi. Um leið og Huld eru þökkuð vel unnin störf í þágu stéttarfélaganna er Elísabet boðin velkomin til starfa.

Deila á