Málefni PCC til umræðu í fjölmiðlum

Í vikunni fjallaði Ríkissjónvarpið um þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í atvinnumálum á Húsavík eftir að PCC tók ákvörðun um að stöðva framleiðsluna og segja upp um 80 starfsmönnum um síðustu mánaðamót. Áður hafði ekki verið ráðið í stað þeirra sem hættu. Áhrifin hafa því áhrif á um 100 starfsmenn fyrir utan alla þá sem koma til með að missa vinnuna hjá undirverktökum og öðrum þjónustufyrirtækjum sem hafa unnið fyrir PCC á Bakka. Hér má skoða fréttina en rætt var við formann Framsýnar um stöðuna og einn af þeim starfsmönnum sem er að missa vinnuna um þessar mundir:

https://www.ruv.is/frett/2020/07/29/engan-langar-ad-fara-eins-og-er

 

Deila á