Vorið er komið með lömb í haga

Allt frá hruninu 2008 hefur það tíðkast að leikskólabörn á Húsavík og nemendur úr 1. bekk Borgarhólsskóla áamt fylgdarfólki geri sér ferð í Grobbholt á vorin til að skoða lömb og önnur dýr sem haldin eru í Grobbholti. Stöðugur straumur barna, foreldra og umsjónarmanna hefur verið síðustu daga í Grobbholt en um 200 gestir hafa lagt leið sína í dýragarðinn á Skógargerðismelnum. Almenn ánægja er með þessar heimsóknir sem börn, foreldrar og forsvarsmenn skólanna kunna vel að meta, það er að hafa lítinn dýragarð í túnfætinum við Húsavík. Að sögn forráðamanna Grobbholts eru foreldrar, afar og ömmur  ávallt velkomin í heimsókn með börn og barna börn. Sjá myndir:

Deila á