Framsýn klikkar ekki á tækninni

Stjórn Framsýnar fundaði í dag við sérstakar aðstæður, það er í gegnum zoom netforritið.  Það hefur aldrei verið gert áður en væntanlega þarf ekki að taka fram ástæðurnar fyrir því að menn brugðu á það ráð að funda með þessum hætti. Venjan hefur verið sú að funda saman í fundarsal stéttarfélaganna en vegna Covid – 19 var ákveðið að funda í fyrsta skiptið í gegnum zoom. Mörg mál voru á dagskrá fundarins en dagskrá fundarins var svohljóðandi:

  1. Inntaka nýrra félaga
  2. Fundargerð síðasta fundar
  3. Kjarasamningur SGS við ríki og sveitarfélög
  4. Málefni Skrifstofu stéttarfélaganna
    • Aðgengi að starfsmönnum
    • Álag vegna Covid 19
    • Ráðgjöf við félagsmenn og fyrirtæki
    • Atvinnuleysi félagsmanna
    • Skuldir fyrirtækja við félagið
    • Afskipti af fyrirtækjum/bótasvik
    • Tekjur Framsýnar
  5. Hátíðarhöldin 1. maí
  6. Aðalfundur félagsins
  7. Staða sjúkrasjóðs
    • Viðbrögð við Covid 19
  8. Orlofsmál
    • Lækkun á iðgjaldi
    • Sumarleiga
    • Vetrarleiga – bókanir
    • Lokanir fyrir dvöl í orlofshverfum/húsum/íbúðum
  9. Samstarf v/ Covid 19
    • Sveitarfélög
    • Fyrirtæki
    • SGS
  10. Málefni ASÍ
    • Klofningur innan sambandsins
    • Ráðning framkvæmdastjóra ASÍ
    • Afstaða Framsýnar til hugmynda SA
  11. Málefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
    • Svar sveitarfélaga við erindi félagsins
    • Starfsmannamál Atvinnuþróunarfélagsins
  12. Fulltrúaráðsfundur Lsj. Stapa
  13. Fundur með forsvarsmanni veiðiheimila
  14. Önnur mál
    • Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum
    • Formannafundur SGS í Mývatnssveit

Þrátt fyrir fjölmörg og krefjandi mál tókst fundurinn í alla staði mjög vel. Til stendur að funda með þessum hætti meðan núverandi ástand varir og tengist Covid – 19.

Deila á