Félagsmenn Framsýnar fá 100% niðurgreiðslu hjá Dale Carnegie

Nýverið skrifuðu Landsmennt og Dale Carnegie undir samstarfssamning um fjarþjálfun þar sem starfsmenntasjóðurinn greiðir allt að 100% af fjárfestingunni. ,,Námskeið okkar eru nýjung á Íslandi og eru öll Live Online sem þýðir að þau ,,eru í beinni“ og bjóða upp á virka þátttöku í rauntíma“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie. ,,Við höfum sérmenntaða þjálfara og tæknimenn á öllum okkar námskeiðum. Þú tekur virkan þátt, leysir verkefni og vinnur í hópum. Sérhannað fjarþjálfunarumhverfi gerir viðkomandi kleift að ná hámarks árangr og það er einfalt að taka þátt“. Við hvetjum áhugasama að kíkja á eftirfarandi slóð og kíkja á úrvalið .

 

Deila á