Flytja inn í nýtt hús á vordögum

Það telst til tíðinda þegar fólk ræðst í það stórvirki að byggja sér einbýlishús, en að sögn fróðra manna hefur slíkt ekki gerst í Fnjóskadal í tæpan áratug. Það eru  Benedikt Geir Ármannsson og María Fernanda Reyes sem byggja í landi Vatnsleysu, en húsið er einingahús sem keyptar eru frá fyrirtækinu Landshús ehf. Benedikt sem er uppalinn á Vatnsleysu hefur búið á Akureyri um nokkurt skeið, en er nýlega fluttur heim og tekinn við búi af foreldrum sínum. Benedikt rekur blikksmíðafyrirtæki á Akureyri samhliða búskapnum, en María, sem einnig er starfandi blikksmiður, mun flytja í dalinn fagra á vordögum. Það er alltaf ánægjulegt þegar dugmikið fólk flytur í sveitina, en fjölskyldan áætlar að flytja inn í nýja húsið á síðar á árinu. (ÓH)

Benedikt Geir Ármannsson veit ekki að því að henda upp einbýlishúsi í einum fallegasta dal landsins.

Deila á