Áætlað atvinnuleysi í Norðurþingi um áramót

Áætlað atvinnuleysi í Norðurþingi var heldur meira í lok ársins 2019 en í lok árs 2018, en voru 72 skráðir atvinnulausir í lok árs 2019 á móti 59 í lok árs 2018. Um áramót var því áætlað avinnuleysi 4,1%.

Ef aldur þeirra sem skráðir eru er skoðaður þá kemur í ljós að fjöldi ungs fólks á skránni er áberandi. Þannig eru 16 skráðir í aldursflokknum 25-29 ára.

Ef skoðað er úr hvaða atvinnugreinum þeir skráðu eru má sjá að talsverður hluti þeirra kemur úr verslunar, gistingar- og veitingageiranum eða 19 allt í allt. Sömuleiðis er stór hluti úr iðnaði og hráefnavinnslu en 18 skráðir koma úr slíkum störfum. Ef starfsgreinar eru skoðaðar eru verkamenn áberandi flestir eða 22 talsins.

Ef skráningar eru skoðaðar með tilliti til menntunar má sjá að meira en helmingur eru með grunnskólapróf eingöngu eða 39 af 72. 12 eru með háskólamenntun.

42 eru búnir að vera minna en sex mánuði án atvinnu, 18 hafa verið án atvinnu 6-12 mánuði og 12 hafa verið skráðir lengur en ár.

Íslendingar eru fjölmennastir skráðra eða 40, pólverjar eru 15 og fólk með önnur ríkisföng en þessi tvö eru 17 talsins.

Deila á