Kynningarfundir í gangi – atkvæðagreiðsla byrjuð

Framsýn hefur staðið fyrir kynningarfundum síðustu daga um nýgerðan kjarasamning Sambands ísl, sveitarfélaga og SGS sem Framsýn á aðild að. Búð er að halda félagsfund á Húsavík og á Raufarhöfn. Þá var haldinn kynningarfundur í Grunnskólanum í Lundi í gær og í dag eru fyrirhugaðir tveir fundir í Mývatnssveit með starfsmönnum Skútustaðahrepps.  Atkvæðagreiðsla, sem er rafræn stendur út þessa viku, það er til sunnudagsins 9. febrúar. Í morgun höfðu 12,5% þeirra félagsmanna Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningnum greitt atkvæði. Á kjörskrá eru 272 starfsmenn sveitarfélaga á svæðinu.

Deila á