Sparað með Framsýn- örfréttir frá aðalfundi

Félagsmenn Framsýnar spöruðu sér umtalsverða fjármuni á síðasta ári með því að hafa aðgengi að ýmsu í gegnum félagið, hér koma nokkur dæmi:

Félagsmönnum stéttarfélaganna á Húsavík stendur til boða að kaupa gistimiða og ódýr flugfargjöld sem skiptast þannig fyrir árið 2018:

Seldir flugmiðar 5.545        Sparnaður fyrir félagsmenn              kr. 66.540.000,-

Seldir gistimiðar  854         Sparnaður fyrir félagsmenn              kr.   1.964.200,-

Samtals sparnaður fyrir félagsmenn              kr. 68.504.200,-

Sambærilegar tölur fyrir 2017 eru eftirfarandi:

Seldir flugmiðar  4.470           Sparnaður fyrir félagsmenn              kr. 49.617.000,-

Seldir gistimiðar   739           Sparnaður fyrir félagsmenn              kr.   1.625.800,-

Samtals sparnaður fyrir félagsmenn               kr. 52.302.250,-

Þess má geta að árið 2018 flugu 14.332 farþegar um Húsavíkurflugvöll. Eins og sjá má var hlutfall félagsmanna Framsýnar sem notfærðu sér flugið því verulega hátt eða 39% af heildar farþegafjöldanum. Flug um Húsavíkurflugvöll fór mest í 20.199 farþega árið 2016 þegar framkvæmdirnar á svæðinu vegna Bakka og Þeistareykja stóðu hvað hæst.

Til viðbótar má geta þess að 78 félagsmenn fengu tjaldstæðisstyrki árið 2018 eða samtals kr. 1.317.365,-.

 

Deila á