Útnefndur besti veitingastaðurinn

Fosshótel Húsavík var nýlega útnefndur besti veitingastaðurinn 2018 hjá Íslandshótelum. Innan keðjunnar eru 17 hótel víða um land. Um er að ræða mikla viðurkenningu fyrir hótelið og starfsmenn sem leggja mikinn metnað í að þjónusta þá gesti sem sækja hótelið heim. Í sumar starfa um 50 starfsmenn hjá Fosshótel Húsavík sem flestir eru í Framsýn. Hótelstjóri er Erla Torfadóttir. Á myndinni má sjá Guðrúnu Þórhallsdóttur veitingastjóra og Hrólf Jón Flosason yfirkokk með bikarinn góða sem á stendur „Besti veitingastaðurinn 2018.“ Eðlilega eru starfsmenn að rifna úr stolti og til hamingju með það.

Deila á