Aðhald í rekstri skilar sér til félagsmanna – örfréttir frá aðalfundi

Rekstrarafgangur var á öllum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 3,8% milli rekstrarára.  Rekstrarútgjöld lækkuðu á  milli ára. Rekstrartekjur félagsins námu kr. 273.526.627,- sem er aukning um 3% milli ára. Rekstrargjöld námu 182.211.808,- sem er lækkun um 1,8% milli ára. Þessi lækkun er ekki síst tilkomin vegna lækkunar bóta og styrkja úr sjúkrasjóði og vinnudeilusjóði. Fjármagnstekjur námu kr. 57.627.264,-.  Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 233.346.473,- á móti kr. 224.809.587,- á árinu 2017. Í árslok 2018 var tekjuafgangur félagsins kr. 141.714.849,- en var kr. 128.532.122,- árið 2017.  Heildareignir félagsins námu kr. 2.017.426.041,- í árslok 2017 samanborið við kr. 1.895.352.623,- í árslok 2017. Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma.

 

Deila á