Framsýn festir kaup á íbúð fyrir félagsmenn á Akureyri

Samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar Framsýnar hefur félagið fest kaup á íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn sem þurfa á henni að halda vegna læknisferða, einkaerinda eða orlofs. Samningur um kaupin var undirritaður í morgun. Raðhúsið er byggt árið 1973 og verður afhent Framsýn 15. september n.k. Um er að ræða 106m2 fjögra herbergja íbúð í raðhúsi að Furulundi 11E.

Íbúðin er glæsileg í alla staði og hefur verið vel við haldið í gegnum tíðina. Íbúðinni fylgir garðhús. Reiknað er með að útleiga til félagsmanna hefjist 1. nóvember en það verður auglýst síðar.

Samningur um kaup Framsýnar á íbúðinni var undirritaður í morgun. Aðalsteinn Árni frá Framsýn og Hermann Haraldsson eigandi íbúðarinnar skrifuðu undir samninginn.

Um er að ræða enda íbúð í raðhúsi. Aðrar íbúðir í raðhúsinu eru í eigu annarra verkalýðsfélaga á höfðuborgarsvæðinu.  Hér að neðan eru svo myndir teknar af eigninni.

Deila á