Hátíðarhöld í fullum gangi

Það verður töluvert um að vera um helgina á Húsavík enda standa hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins yfir. Í morgun var skemmtisigling á Skjálfanda. Meðfylgjandi myndir voru teknar í siglingunni. Eftir hádegi hefur síðan staðið yfir skemmtidagskrá við höfnina og í kvöld verður síðan dansað og borðað fram eftir nóttu en Hátíð hafsins fer fram á Fosshótel Húsavík og dansleikur verður á Gamla Bauk. Á morgun verða síðan sjómenn heiðraðir í Sjóminnjasafninu kl. 14:00 en safnið verður opið frá kl. 11:00 til 16:00.

Deila á