Kynningar út um allt um nýgerða kjarasamninga

Framsýn leggur mikið upp úr því að kynna nýgerða kjarasamninga fyrir félagsmönnum. Á síðustu dögum hefur verið farið í nokkrar vinnustaðaheimsóknir og þá voru trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðum boðin kynning fyrr í vikunni. Þegar þetta er skrifað er fyrirhugaður starfsmannafundur með starfsmönnum ÚA á Laugum sem starfa við þurrkun og þá er félagsfundur framundan í kvöld með félagsmönnum Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar. Á mánudaginn verða svo tveir félagsfundir, annars vegar fyrir erlenda starfsmenn á svæðinu og hins vegar fyrir starfsmenn sem starfa eftir almenna samningnum og ferðaþjónustusamningnum. Sá fundur verður kl. 20:00 um kvöldið, fundurinn með erlendu starfsmönnunum verður kl. 17:00. Eins og fram hefur komið eru fulltrúar Framsýnar tilbúnir að mæta á starfsmannafundi á félagssvæðinu verði eftir því óskað.

Farið yfir samningana með starfsmönnum GPG-Fiskverkun á Raufarhöfn.

Starfsmenn Fjallalambs spurðu mikið út í samninginn en þeir óskuðu sérstaklega eftir kynningu um samninginn sem er til mikillar fyrirmyndar.

Trúnaðarmenn Framsýnar komu saman í vikunni og fengu upplýsingar um samninganna enda mikilvægt að þeir séu vel inn í málum.

 

Deila á