Mikill undirbúningur í gangi

Fulltrúar frá aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands hittust á fundi í Reykjavík í gær til að yfirfara kröfur sambandsins áður en formlegar viðræður hefjast við Samtök atvinnulífsins. Framsýn átti að sjálfsögðu fulltrúa á fundinum en formaður Framsýnar fer fyrir kjarasamningi SGS og SA er varðar starfsfólk í ferðaþjónustu. Framundan er mikil vinna hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við kjarasamningsgerð sem vonandi skilar ásættanlegum árangri fyrir verkafólk.

 

Deila á